Úthlíðarferð

Laugardagur 12. april
Förum í sveitina mína í dag í Úthlíð. Kristján vinur minn fær að koma með mér svo það er frekar spennandi. Stoppum í Bónus í Hveragerði og kaupum nesti. Þegar við komum austur förum við í göngutúr skoðum nýja húsið sem afi er að byggja sem á að heita Glæsibunga. Þar voru Bjössi og Hörður á fullu að þrífa og fara að setja saman skápa. Svo fórum við með Kristján í fjárhúsið gáfum kindunum og hestunum mél úr lófanum á okkur og gáfum þeim svo meira hey og þau kunnu að meta það. Komum til baka angandi af rollulykt sem fólki finnst misgóð. Mér finnst hún ógeð en mömmu finnst hún æði. Afi og amma í Kópavog voru líka í sínum bústað sem er við hliðina á okkur og voru í stórhreingerningu. Mamma bakar vöflur og býður afa, ömmu og afa í Úthlíð í kaffi. Við Kristján finnum okkur spýtur við Glæsibungu og förum að tálga spýturnar.  Eftir kaffi förum við að spila.  Á meðan að pabbi og afi koma fyrir nýjum heitum potti á pallinn hjá okkur. Alveg eins pottur og er heima. Við mamma og Kristján spilum Gettu betur fyrir krakka og svo 70 mínútur spilið þar sem ég þarf að taka ógeðisdrykk og gubba honum á gólfið. Frábært spil.
Í kvöld eru svo allir í mat hjá ömmu í Kópavog sem er með hangikjöt einmitt uppáhalds matinn hans afa í Úthlíð sem er líka með okkur í mat. Förum í pottinn í kvöld með ömmu og að sjálfsögðu í pottleikinn okkar - Hver er maðurinn? Horfum svo á Strákana og tökum upp páskaegg í kvöld.

Sunnudagur 13. april
Vöknum snemma og þá er búið að snjóa mikið í nótt. Heldur áfram að snjóa í allan dag.
Það snjóar svo mikið og er svo blint að við leggjum ekki í það að fara út.  Afi í Úthlíð kemur í morgunnkaffi og talar um að þetta sé hrafnahret. En það kallast svona snjókoma sem kemur 9 dögum fyrir sumardaginn fyrsta og þá er hrafninn að verpa eggjum. Já þeir vita ýmislegt þessir gömlu bændur. Mamma og pabbi eru að þrífa og klára að græja málin. Við horfum á Strákana, púslum og erum í tölvunni. Komum í bæinn kl 16:30. Kaupum Kentucky í matinn og horfum á síðasta þáttinn í Mannaveiðar. Er hálf hræddur eftir þáttinn en fljótt að gleymast eftir heimalærdóm og lestur og svo Simpsons.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Tómas Hjartarson
Sigurður Tómas Hjartarson
Siggi Tommi er Hafnfirðingur heldur með Liverpool, æfir fótbolta með FH, golfari og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 506

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband