Florida - kafli 2

Mánudagur 27. október
Í dag koma Stína frænka og Werner til okkar en þau eiga hús í Alabama þar sem þau eru og keyra í ca. 8 klst til okkar. Lögðu af stað í gær til að taka þetta í 2 bútum.
Við ætlum að fara í vatnagarðinn í dag og nýta passana okkar.
Fræðslukorn: vitið þið að það eru um 60.000 manns í USA sem eru 100 ára eða eldri og svo segja þau í sjónvarpinu að 95 ára sé nýja 75 ára þ.e. líkurnar eu að aukast að fólk verði svona gamalt.
 
Sunnudagur 26. október
Sólríkur dagur í dag og komið annað loft úti. Rakinn svo til farinn og dagurinn svona eins og bestu dagar á Íslandi á sumrin. Ca. 25 gráðu hiti og maður ekki að kafna eins og í gær.
Við pabbi förum út að hlaupa. Breytum aðeins til og höfum núna spretti með smá hvíld á milli. Ég var orðinn svolítið leiður að hlaupa sömu leiðina eins. Annars bara rólegheitar dagur. Við pabbi förum um 3 leytið í golf á vellinum hér. Fyrsta skipti sem ég fer á golfbíl í útlöndum og það er reyndar ekkert öðruvísi en heima. Mér finnst þetta frábær völlur og mér gengur bara nokkuð vel. Hittum mömmu á 2. braut sem kemur með drykki til okkar og tekur myndir. Hún sá okkur strax þar sem hún er úti í sólbaði.
Í dag ákvað Hjörtur Björn að hætta á bleyju. Er duglegur að pissa í klósettið og fær verðlaun svona nammi sem er eins og armband og hann setur á hendina. Hann pissar samt 2x í buxurnar og kúkar 1x menn þurfa víst að læra þetta. Förum út að borða í kvöld á Chilis sem er mexikanskur staður. Ég fæ mér samt bacon hamborgara og svo fáum við afgangana í box.  Horfum líka á mynd í dag sem fjallar um lögreglumenn sem grófust undir turnunum sem féllu 11. september 2001. Þetta gerðist víst í alvörunni þe. það sem kom fyrir þessa menn en þessir sem mest var fylgst með lifðu þetta af. 
Hjörtur Björn er á fullu að leika sér með risaeðlurnar sínar.  Hann og mamma láta þær eiga afmæli, fara í bíó, leikskólann og lifa svona venjulegu lífi. Ótrúlegur áhugi á þessum skepnum en ég var allavega aldrei með risaeðluæði.
 
Laugardagur 25. október
Nú er maður að detta á USA tímann næ að sofa til kl 10 í morgunn sem er met enda fór ég seint að sofa í gær. Þungbúið veður um morguninn en upp úr hádegi kemur sólin fram og við fáum mjög heitan og rakan dag. Svona eins og vera í gróðurhúsi.
Afi og amma hringja í okkur í dag.  Eru búin að hringja nokkrum sinnum í heimasímann hér sem við svörum aldrei í þar sem hann hringir mjög oft og það eru alltaf einhverjir sölumenn. Letidagur í dag og ekkert hlaupið. Löbbum öll út í sundlaugina hér á svæðinu sem er þægilega köld í þessum hita. Reyndar meiddi ég mig 2x í sundlaugarferðinni. Fyrst henti pabbi mér í laugina og í eitt skiptið lenti ég illa á maganum þannig að ég var eldrauður lengi á eftir. Þar sem ég ligg og jafna mig á sólbekknum byrjar mamma að berja mig með handklæði og hittir mig mest á eyrað sem var sárt en hún ætlaði að slá á bakið sem hún gerir svo. Þá var risastór fluga á bakinu á mér svona álíka og þumalputti. Veðbjóður.  Hún vankast við þetta og er að lokum kramin á stéttinni Þetta var í raun dagurinn sem skordýrin gerðu árás. Fyrst fékk mamma flugnabit þar sem hún lá úti í sólbaði en sá ekki fluguna,  við pabbi veiðum eðlu í fötu sem hafði óvart ratað inn á veröndina sem er annars vel varin með neti. Setjum hana í fötu og hleypum henni út. Eftir rigninguna eru eðlunar enn sýnilegri og hlaupa út um allt. Eftir sundið förum við pabbi í tennis á tennisvöllum sem eru hér á svæðinu. Það var mjög skemmtilegt en mjög heitt þó ég sé bara á sundskýlunni. Mamma og Hjörtur Björn eru á leikvellinum sem er alveg við tennisvellina og róla og syngja. Við pabbi förum svo í búðina að kaupa í matinn.
Komum við í K-Mart sem er að auglýsa Halloween búininga og erum sammála um að þar sem sé mesta úrvalið af búiningum. Það er búið að auglýsa Halloween party í klúbbhúsinum sem okkur langar að kíkja á þannig við verðum að dressa okkur upp í búninga fyrir það. Kaupum samt ekkert að þessu sinni en ætlum að koma fljótt aftur.
Grillað úti í kvöld dýrindis svínakjöt með alles og svo erum við pabbi með góðan eftirrétt ís og fersk jarðaber. Hannes Ágúst sofnaði snemma og misssti af kvöldverðinum. Við Hjörtur Björn erum að leika okkur í hafnabolta með nýju kylfunni hans. Hann vill gera allt eins og ég. Ef ég sest í sólstól gerir hann það líka ef ég dreg fæturna upp á sólstólnum gerir hann það líka stundum fyndið og líka stundum pirrandi. Pabbi og mamma reyna mikið að vaka til að sjá þáttinn SNL sem er víst svipað og Spaugstofan á Íslandi. Pabbi steinsofnar og nær því ekki og mamma nær svona 10 mín. en ég vaki lengst.
Enn og aftur verið að gera grín af forsetakosningunum hér í USA sem eru stanslaust í sjónvarpinu. Ég er nokkuðr harður Obama maður lýst einhvern vegin betur á hann. Mamma er líka með Obama en pabbi er meira Mackain/Pailin.  Helsti munurinn á milli þeirra er að Obama við lækka skatta hjá venjulegu fólki og hækka skatt hjá ríkum og fyrirtækjum. Mackain er algjörlega ósammála því og vill að fyrirtækin fái lægri skatta svo að þeim gangi betur og geti þannig ráðið meira fólk í vinnu. Kallar sem vinna á golfvellinum hér sem pabbi talaði við sögðu að ef Obama ynni þetta (og það eru meiri líkur á því)  þá gæfu þeir honum 90 daga áður en einhver vitleysingur reyndir að drepa hann en það eru víst ekki allir Bandaríkjamenn hrifnir af því að fá svertingja sem forseta. Núna er mest í fréttum að Obama fór til Hawaii að hitta veika ömmu sína sem er hvít, skil það ekki alveg, og að Sarah Palin varaforsetaefni Mackain sé búin að eyða allt of miklum peningum í föt í þessari kosningabaráttu.
 
Föstudagur 24. október
Í dag er rigning. Reyndar minni en við bjuggumst við ekkert úrhelli. Við mamma förum út að hlaupa og það hefði verið betra að hafa enn meiri rigningu. Ákveðum að hafa hlaupafrí á morgunn enda er ég búinn að hlaupa samtals 15 km síðan ég kom út.
Eftir morgunnverkin förum við svo að læra. Svo förum við út að keyra. Förum í búð sem heitir Target og mömmu líkar vel. Svona fínni Wal-Mart. Þar er ýmislegt keypt td.föt á mig, gríma sem er trúðurinn í Batmann og svo kaupi ég mér Simpson inniskó, ótrúlega flotta. Fer með fótinn ofan í munninn á Hómer Simpson. Þegar mamma var skoða stuttbuxur á mig þá öskraði hún allt í einu. Þá hafði ein lítil eðla sem eru hér út um allt komist inn í búðina og falið sig á þessum stað. Þær eru nú ekkert hættulegar þessar eðlur en manni bregður þegar þær eru á stöðum sem maður býst ekki við þeim. Hjörtur Björn vill nú kaupa margt. Hann er t.d. með mikið æði fyrir teiknimyndapersónunni Svampur Sveinsson og er búinn að fá Svampur Sveinsson stuttbuxur, skó, litabók, hafnaboltakylfu og bolta, freyðibað, nammi, tannkrem. Svampur Sveinsson er líka mjög vinsæll hérna og stanslaust á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni. Í þessari búðaferð fékk hann svo Svampur Sveinsson tölvuspil sem maður tengir við sjónvarpið. Hann valdi á milli þess og Batman búnings.
Eftir þessa búðaferð finnum við staðinn "Chuck E Cheese" sem er svona barnastaður og ég man aðeins eftir frá Charleston. Þar er fullt af tölvuspilum, boltaleikjum og rennibrautum.
Staðurinn sem við förum á er minni en þessi sem var í Charleston. En vá hvað það er gaman prufum fullt fullt af tækjum. Þegar manni gengur vel koma svona miðar út úr tækjunum sem maður safnar og getur skipt í eitthvað smádót áður en maður fer heim. Svo létum við Hjörtur Björn búa til svona kort eins og kreditkort með mynd af okkur. Reyndar bjóst ég við að geta notað það í búðum en mamma sagði að gengi ekki.
Það voru svakaleg læti þarna inni og 2-3 afmæli að byrja. Við ákváðum því að fara eitthvað annað að fá okkur að borða. Förum enn og aftur á stað sem mamma og pabbi halda upp á, Olive Garden, sem er ítalskur/amerískur. Við Hjörtur Björn fáum okkur pizzu sem er nú ekkert sérstök en áður en hún kom var boðið upp á salat og svakalega gott brauð sem dýft var í sósu. Eiginlega borðaði ég yfir mig af því. Að venju náðum við ekki að klára matinn og fórum heim með box. Hirti Birni finnist svakalega spennandi að fá box fyrir matinn og enn meira spennandi að borða daginn eftir matinn úr boxi.
Sáum hús á leiðinni heim sem snéri á hvolfi og er eitthvað safn, ótrúlega flott.
 
Fimmtudagur 23. október
Þá kom fyrsti sólarlausi dagurinn okkar hér á Florida. Það er samt hlýtt úti og smá gjóla sem er bara gott í hlaupunum. Við pabbi tökum okkar 3 km hlaup í morgunn áður en við fáum okkur morgunnmat.  Eftir hlaup og sturtu tekur svo lærdómurinn við. Þar sem við lærðum ekki í gær er double í dag. Pabbi fer svo í golf með köllum sem hann þekkir hér á svæðinu eftir hádegi en við hin tökum því rólega og löbbum út á leiksvæðið sem er nú aðallega gert fyrir Hjört Björn.  Hannes Ágúst fer í fyrsta sinn beint í kerruna og snýr fram. Örugglega mikil breyting fyrir hann að sjá út. Annars erum við svo bara að horfa á sjónvarpið og hafa það gott. Þegar pabbi kemur úr golfinu förum við svo á hafnaboltaæfingasvæðið og nú nota ég mína eigin kylfu sem ég keypti mér í gær.
Við ákveðum svo að fara út að borða á japanskan stað. Finnum einn stutt frá sem er með svona eldavélum þar sem eldað er fyrir framan mann. Venjulega eru svoleiðis staðir svona í fínni kantinum en þessi var það nú ekki.  Inni á staðnum er samt ískalt þannig að mamma er á mörkunum að sækja teppi út í bíl og svo var svo mikið ljós þarna inni að það minnti á frystihús. Á veggnum bak við mömmu hékk stálvaskur og svo var eitthvað eins og risastórt slökkviliðstæki á veggnum. En maturinn var góður og það var fyrir öllu.
Fengum okkur fyrst dásamlegt sushi sem ég borðaði yfir mig af síðan kom kokkurinn og lék listir sínar. Ég var víst vanur að fara á svona staði þegar við bjuggum í USA en man samt lítið eftir því. Kokkurinn var ótrúlegur steikti egg og grjón kveikti bjó til eldgos og lét eggjaskurnina fljúga ofan í hattinn sinn og vasann sinn. Ég held að Hjörtur Björn hafi verið hrifnastur af þessu. Hann var að missa það yfir kokkinum enda ekki vanur að það sé látið svona í eldhúsinu. Hannes Ágúst lét þetta ekki fara fram hjá sér frekar en annað en hann passar sig að vakna alltaf þegar við förum á veitingastaði. Byrjað að rigna þegar við förum heim en mjög heitt. Horfum á sjónvarpið í kvöld. Mamma og pabbi mjög ánægð að ná að sjá uppáhaldsþáttinn sinn Office.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hó, og takk fyrir færslurnar!

Frábært að sjá hvað er flott veður og mikið fjör hjá ykkur. Núna eru Ingibjörg og Skúli Geir farin út og hitta ykkur vonandi fljótlega.

Bið að heilsa Stínu og Werner og vona að þau njóti sólarblíðunnar og Ingibjörgu og Skúla Geir og börnunum. Vonandi getið þið nú pínt ykkur til að draga fram kyflurnar :-)

Bestu kveðjur,

Dísa og Unnar

Dísa og Unnar (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Tómas Hjartarson
Sigurður Tómas Hjartarson
Siggi Tommi er Hafnfirðingur heldur með Liverpool, æfir fótbolta með FH, golfari og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 457

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband