Sumarið 2008

 12. ágúst

 Nú hef ég ekki bloggað í langan tíma og margt gerst í sumar.

Þann 1. júlí eignaðist ég nýjan bróður sem fengið hefur vinnuheitið Lilli.
Hann er voða ljúfur og sætur og sefur mest allan daginn. Það á að skíra hann föstudaginn 15. ágúst og ég veit hvað nafnið er en má ekki segja. Velkomið að giska!
Til að aðstoða okkur mömmu við smábörnin, Lilla og Hjört Björn var Kristín Þöll frænka mín hjá okkur
í 2 vikur. Svo erum við búin að vera í sveitinni 2x 5 daga og svo var Unnar frændi hjá okkur nokkra daga. Mikið að gerast á stóru heimili.  Lillinn þykir nokkuð líkur mér þegar ég var lítill.

Ég er líka búinn að fara á fótboltanámskeið og er núna á mínu 4. golfnámskeiði hjá US Kids upp á Setbergsvelli. Ég tók síðan þátt í mínu fyrsta meistaramóti hjá Golfklúbbnum Oddi. Spilaði 9 holur 3 daga í röð og vann minn flokk. Vann líka 10 ára flokkinn og fékk risastóran bikar sem var afhentur með pompi og prakt á verðlaunaafhendingunni. Ég hef svo tekið þátt í fleiri golfmótum í sumar og er einmitt að fara á morgunn á SAS mótið upp á Setbergsvelli.

Þetta er samt ekki búið að vera eintóm gleði ég lenti í því að hjóla á ljósastaur var aumur allsstaðar og fór í fyrsta sinn upp á slysó. Var heppinn að þessu sinni að brotna ekki slapp með stóran marblett eftir stýrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Tómas Hjartarson
Sigurður Tómas Hjartarson
Siggi Tommi er Hafnfirðingur heldur með Liverpool, æfir fótbolta með FH, golfari og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 458

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband