6.4.2008 | 21:05
SPA ferð og golf
Aftur sólarlítill dagur í dag, svolítið rok en ágætlega hlýtt. Pabbi fer í golf um 10 leytið og spilar í dag með 3 bræðrum sem eru hér saman í ferðinni og eru víst með mikla keppni á milli sin. Kanski við bræður förum einhverntíma saman í golfferð þegar við verðum "kallar". Við hin erum bara í rólegheitum inn í herbergi fram að hádegi en þá förum við í göngutúr um svæðið og út í klúbbhús þar sem við fáum okkur að borða. Fínir hamborgarar þar og eins og matarlystin mín sé loksins aðeins að aukast hjá mér. Það er hægt að ganga hér stóran hring í krnig um svæðið sem við gerum og löbbum meðfram ströndinni á leiðinni heim. Hjörtur Björn sofnar á leiðinni heim svo við mamma höfum næði til að spjalla.
Þegar pabbi er búinn í golfinu förum við saman á par 3 völlinn og tökum 9 holur. Ég átti ekki eins góðan hring og í gær en svona er víst golfið gengur stundum vel og stundum illa. Ætla samt að halda ótrauður áfram og fara í golf á morgunn. Komum heim um sexleytið og þá eru mamma og Hjörtur Björn úti á leiksvæðinu. Hjörtur Björn ekkert í smá miklu stuði og hefur endalausa orku að fara upp og niður rennibrautina. En nú er komið að skemmtilegu hjá okkur mömmu sem býður mér með sér í SPA-ið. Það var sko aldeilis skemmtilegt. Við fengum handklæði, skó og sundhettu áður en við fórum ofan í en það má enginn vera í þessum laugum og pottum með lafandi hár svolítið skrítið og maður er ekki beint fallegur með þessa hettu. Förum fyrst ofan í laugina þar sem ég rétt botna. Hún er ótrúlega skemmtileg með allskonar sturtum, sætum, bekkjum með nuddi og straumi. Heiti potturinn er upphitaður sjór og líka með nuddi. Svo fer ég í steinagönguna, hleyp á steinunum í heitu og köldu vatni. Svo förum við í hvíldarherbergið og liggjum á heitum bekkjunum og svo kíkjum við á líkamsræktarstöðina þar sem ég fer aðeins að lyfta og í skíðagöngutækið. Langaði á hlaupabrettið en það var kona að hlaupa á því sem hljóp endalaust. Ansi skemmtilegt og við vorum í 2 klst. Fórum svo beint í kvöldmat þegar þessu var lokið. Hjörtur Björn eins og vant er í matsalnum en við erum farin að sitjast aftast hjá afrekshópnum þá er ekki eins augljóst hvað borðið okkar er alveg í rúst eftir hverja máltíð. Þjónarnir hér eru skemmtilegir. Ég var í Barcelona bol og sá sem tók á móti okkur í matsalnum tók í hendina á mér, var mjög ánægður með mig og hélt greinilega með Barcelona. En aðal þjónninn okkar var ekki eins ánægður með mig því hann hélt með Sevilla og sagði: "Barcelona, no good". En samt gaf hann mér fulla hendi af brjóstsykrum eins og hann hefur gert áður. Þessi þjónn er að læra smá íslensku og strýkur alltaf um hausinn á Hirti Birni og segir: "Kisa mjá." Virðist svosem ekkert vera að læra mörg orð en þessi þjónn og einn íslenskur strákur skiptast á íslenskum og spænskum orðum, sniðug leið til að læra. Ég er að verða búinn með lestrarbókina mína en markmiðið var að klára hana og ég held ég muni ná því.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl verið þið sólarunnendur!
Sé á blogginu að það er voða gaman hjá ykkur :-) Hélt að þið væruð að koma heim í dag, er greinilega alveg rugluð í dögunum.
Við vorum heima í Melbæ um helgina og vorum löt. Vorum reyndar mikið úti því það var svipað veður og hjá ykkur, sól og heiðskýrt ... heheh ... en hitastigið víst nokkrum gráðum lægra. Við voða lukkuleg með okkar 4 gráður, ætli hitinn sé ekki nær 24 hjá ykkur?
Njótið þess að vera stödd í Paradís!!!
Kveðja,
Dísa
Dísa (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.