Lífið á Costa Ballena

 Miðvikudagur 2. april.

Vakinn í morgunnmat en hef ekki mikla matarlyst. Pabbi átti rástíma kl. rúmlega 8 í morgunn svo hann var farinn í golf þegar við vöknum. Fyrsta golfið hans eftir rifbeinsbrotið og honum gekk bara bærilega. Var soldið stirður fyrri hringinn en síðan gerði þetta honum bara gott að vinda svona upp á líkamann. Komnar 3 vikur í dag síðan hann datt í hálkunni og rifbeinsbrotnaði. Hjörtur Björn fór á kostum eins og vant er í matsalnum henti í golfið og borðaði upp úr smjörinu og marmilaðinu og enn og aftur var borðið okkar útatað i í öllu því sem þau mamma höfðu smakkað.  Við förum svo í göngutúr niður á strönd sem er hér rétt hjá. Ólíkt því sem var á Costa del Sol þá voru fáir á ströndinni og engar búðir eða veitingastaðir enda erum við upp í sveit. Gengum með kerruna berfætt á ströndinni og ég fleytti kellingar, orðinn ansi lúnkinn í því. Veðrið mjög gott hlýtt og svolítil gjóla. Brakandi þurrkur eins og það heitir á sveitamáli sagði mamma. Á leiðinni heim sá ég þá ógeðslegustu pöddu sem ég hef á ævi minni séð og reyndar voru þær nokkrar svartar og feitar þarna á göngustígnum. Tók mynd af henni sem ég set inn.

Þegar pabbi kemur úr golfinu förum við í bíltúr í bæ hér rétt hjá sem kallast Roda.

Ku vera einn elsti bærinn á Spáni og einhvers staðar héðan er Sherry vínið upprunnið. Fáum okkur pizzu á pizzastað. Mjög rólegt í þessum bæ og sennilega allir að leggja sig í sinni síestu.

Góð pizza en samt hef ég bara mjög litla matarlyst og næ ekki að klára eina sneið.

Ís á eftir þannig að allir eru í góðum málum. Keyrum líka hér um hverfið og skoðum golfvöllinn. Mjög mörg hótel hér nálægt hvert öðru.  Matur í kvöld og Hjörtur Björn eignast nýjan vin, er orðinn hundleiður á okkur. Eldri maður sem tekur hann upp og labbar um með hann. Hann mjög sáttur með það að fá loks athygli í þessum matsal. Matarlystin að koma hjá mér fæ mér steik í kvöldmat.  Spennandi hjá okkur pabba í kvöld þar sem að Arsenal og Liverpool eru að keppa í meistaradeildinni. Við fóurm í veðmál. Ef Liverpool vinnur sem ég trúi þá fæ ég 5 evrur. Ef Arsenal vinnur þá fær mamma 5 evrur. Ef það er jafntefli þurfum við mamma að borga pabba sitthvora evruna en hann býst við jafntefli. Út af leiknum borðuðum við snemma til að ná bestu sætunum á barnum hér niðri og náum bestu sætinum í salnum.  Ég er að sjálfsögðu í Liverpool happabolnum mínum og barþjóninum finnst það ætti að standa Torres á bakinu á bolnum. Mamma fer upp með Hjört Björn sem er búinn á því eftir lítinn svefn í dag en hann sofnar síðan fljótt svo mamma getur haft kósy. 

Þá er leikurinn búinn hann fór 1:1 eins og pabbi hafði giskað á. Við mamma skuldum honum því samtals 2 evrur og allir eru sáttir. Margir að horfa á leikinn hérna, mikil stemming og flestir héldu með Liverpool.

Liverpool jafnaði á 26. mínútu. Steven Gerrard braust inní vítateiginn vinstra megin og sendi boltann inná markteig þar sem Dirk Kuyt renndi sér á boltann og skoraði, 1:1.  Liverpool og Arsenal keppa svo aftur á laugardaginn svo þetta er bara að byrja.

Þriðjudagur 1. april

Kominn 1. april og ég gerði ekkert aprilgabb. Lífið er í miklum rólegheitum hér á Hotel Elba á Costa Ballena. Ég er vakinn í morgunnmatinn sem er til kl 10 þannig að maður sefur ekkert út hérna ;) Mjög margt í boði í morgunnmat en samt hafði ég enga lyst.

Hér er mjög flott leikherbergi fyrir krakka – Mini Club en það er því miður læst og verður ekki opnað var sagt í lobbýinu. Vonandi fáum við lykil af því síðar. Erum bara í rólegheitum inn á herbergi og í sólinni á svölunum. Í kringum hádegi kemur 100 manna hópur af félögum úr Golfklúbbnum Oddi sem verður hér í golfi í viku. Ég fer með pabba á fundinn sem haldinn er fyrir hópinn og svo förum við upp á æfingasvæðið til að slá nokkrum boltum. Ég er alls ekki frískur og næ varla að klára 30 kúlur. Mamma er í sólbaði og Hjörtur Björn sefur lengi á svölunum hjá henni. Ég er slappur þegar ég kem inn á herbergi gubba og sofna svo í rúmlega 4 klst. enda var ég með 39 stiga hita. Mamma hefur það mjög gott og fer í Spa-ið hérna og í nudd. Allskonar laugar, með nuddi, gufur og sturtur og svo mjög gott nudd.  Rosa flott aðstaða hérna. Í herberginu okkar er svo líka nuddbaðkar sem mamma og Hjörtur Björn prufa í kvöld og gefa góða einkunn. Ég missi af matnum þar sem ég sef. Fæ lánaða nýja leiki í psp tölvuna hjá Bjössa vini pabba (núna vinur minn). Vakna um 10 leytið og vaki fram á nótt. Það er alltaf glatað að vera veikur en sérstaklega ömurlegt þegar maður er í útlöndum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Tómas Hjartarson
Sigurður Tómas Hjartarson
Siggi Tommi er Hafnfirðingur heldur með Liverpool, æfir fótbolta með FH, golfari og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband