Færsluflokkur: Ferðalög
20.10.2009 | 00:30
Halló Florida
Þriðjudagurinn 20.október
Fyrir ykkur fjömörgu sem eruð alltaf að lesa bloggið mitt þá - I ´m back.
Við mamma fórum að lesa Florida bloggið frá því í fyrra og vá hvað mig hlakkar til að fara aftur út.
Í dag á hún mamma mín 38 ára afmæmi og það er akkúrat vika í Floridaferðina.
Við förum semsagt út nk. þriðjudag 27. okt og verðum í 2 vikur.
Sjálfur er ég heima veikur dagur tvö en vonast til að komast í skólann á morgunn
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2008 | 21:11
Komin helgi
14. nóvember
Þá er fysta vikan eftir Florida ferð búin og var bara ekkert erfið. Ég hélt ég yrði svo lengi að jafna mig á tímamisuninum en ég fann síðan bara alls ekkert fyrir því. Helgin framundan og þar ber hæst að það er fótboltamót í Reykjaneshöllinni á morgunn. Ég fer með Egil Steinari og mömmu hans þar sem mamma er ein með litlu strákana. Pabbi fór með ÍKÍ félögum sínum til Akureyrar að heimsækja Magga Mörder sem býr þar. Hann var ekkert smá spenntur fyrir þessari ferð gat varla sofið í nótt.
Ætlar líklega að fá sér einn kaldan með vinum sínum. Mamma sækir mig í skólann og við förum á rúntinn. Sækjum Unnar í Melbæinn og förum á rúntinn í Smáralind þar sem við förum á Jóa Fel kaffihúsið og sjáum glytta í Jóa Fel í Sturtu þarna á bakvið. Sækjum Hjört Björn og förum að versla.
Unnar ætlar að vera hjá okkur um helgina. Bökum pizzu í kvöldmat og höfum kósy.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 09:58
Kominn heim
9. nóvember
Lendum í Keflavík um kl. 6 og ég svaf ekkert á leiðinni enda klukkan bara 1 eftir miðnætti í USA og maður var nú oft vanur að vaka svo lengi. Erum laang síðustu út úr vélinni með allt okkar dót en þetta hefst allt saman. Gott að koma aftur heim. Amma Hanna búin að kaupa í ísskápinn og svo biðu eftir okkur upprúllaðar pönnukökur og líka rækjupönnukökur sem er þjóðarrétturinn okkar þegar við komum frá útlöndum. Ég fer aðeins í playstation eftir 3 vikna frí og svo förum við öll upp í rúm og sofum í 6 tíma. Ari og Steinar vinir mínir koma í heimsókn til mín síðan förum við í kvöldmat til ömmu og afa í Kópó. Fáum íslenskt lambalæri með bernes sem er svakalega gott eins og allur matur hjá ömmu. Svo er bara að sofna í kvöld og mæta eldsprækur í skólann á morgunn
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 09:56
Florida kafli 5 síðustu dagar og heimferð
Við kveðjum Orlando í sól og blíðu. Ótrúlegt að þessar 3 vikur séu liðnar
Fyrir ykkur sem nennið ekki að lesa alla langlokuna sem við höfum skrifað hvað hefur verið gert þessa rúmlega 20 daga þá var þetta svona í hnotskurn:
- 3x í golf á Ventura völlinn hér á svæðinu
- 6x á hafnaboltaæfingasvæðið
- 4 x í vatnagarða Typhoon og Blizzard
- 2 x á Chukee Cheese leiktækja staðinn
- 2 x fengum við gesti í heimsókn sem gistu Stínu frænku og Werner og svo Skúla Geir vin pabba og fjölskyldu
- 1 x í minigolf
- 1x í Universal garðinn
- 1x Downtown Disney
- 1x Halloween hátíð
- 9x út að borða á hina ýmsu veitingastaði
- Mörgum sinnum út að hlaupa, læra og í búðir
Í dag klárum við að pakka niður og svo er farið út á flugvöll þar sem við bíðum í tæpa 3 klst. Ferðin heim gengur bara vel. Ég sofna ekkert og við fáum ekki aukasæti fyrir Hannes Ágúst en hann er samt voða góður. Hjörtur Björn sofnar um leið og flugvélin fer upp í loftið eins og síðast og sefur í rúma 2 klst. Núna er hætt að bjóða upp á mat í flugvélinni. Allt tengist það þessari kreppu sem geysar á Íslandi. Það er samt boðið upp á krakkamat og svo er hægt að kaupa samlokur. Horfi á Indiana Jones 4 á leiðinni heim og líka Meet Dave sem ég hafði séð áður. Er glaðvakandi og sofna ekkert flugið heim tekur bara rúma 6 klst sem er næstum 2 tímum styttra en á leiðinni út.
Föstudagur 7. nóvember
Aftur sól og blíða í dag. Vakna um kl 9 og fer beint út að hlaupa með mömmu. Svo förum við að pakka saman til að fara síðasta sinn í vatnagarð. Við keyptum nú ársmiða.
Ætluðum að fara aftur í Typhoon garðinn með öldulauginni en þar var aftur lokað þannig við förum í Blizzard. Nú er mikið hlýrra og færra fólk en síðast þannig við njótum dagsins vel og erum þarna í 6 klst. Fyrst byrjum við pabbi og Hjörtur Björn að fara í bátarennibrautina sem við fórum í síðast. Hirti Birni finnst það svo gaman að við förum 3x og það eru sko skriljón tröppur upp. Fáum okkur að borða kalkúnalegg sem er svo gott. Eftir mat förum við mamma í skíðalyftuna sem ber okkur upp. Blizzard er skíðaþema þannig að þessvegna eru skíðalyftur. Fyrsta skipti sem við förum í skíðalyftu og þá erum við bara á sundfötunum. Þetta er mjög gaman og maður sér vel yfir. Næst fer ég í svona tæki að maður tekur í handfang og hangir í því meðan maður er dregin yfir sundlaug þar sem maður endar á því að detta niður. Svona eins og minni skíðalyfta þetta var líka mjög skemmtilegt. Við erum með bekki við barnasvæðið þar sem við erum síðan með Hirtir Birni. Hann eignast breskan vin í rennibrautunum og fattar ekkert að þeir tali ekki sama tungumál. Næst förum við svo í öldusundlaugina í þessum garði þar sem maður liggur á stórum kút og lætur öldurnar bera sig. Við mamma losum okkur svo við Hjört Björn til pabba og förum í rennibrautir þar sem maður liggur á maganum á dýni. Ég var eitthvað aðeins að misskilja þetta fyrst og settist bara á dýnuna þennig ég fór ekki hratt en fórum svo nokkrum sinnum aftur og þá kom þetta rétt. Tökum okkur líka siglingu í lazy river og förum saman í kútabraut. Eins og ég var ekki nógu ánægður með þennan garð síðast þá er hann mjög skemmtilegur. Pökkum svo saman og komum við í Florida Mall. Siðasta verslunarferðin og ég fer aftur í M&M world þar sem við hittum lifandi gulan M&M kall. Við pabbi kaupum líka loð-orma af gangasölumanni sem er eins og hann sé lifandi sé rétt farið með. Tökum svo síðustu Walmart ferðina og loks heim eftir langan dag. Eldum heima í kvöld þar sem verið er a klára úr ísskápnum.
Fimmtudagur 6. nóvember
Í dag hefði Ágústa amma mín í Úthlíð orðið 71 árs. Að venju heldur afi í Úthlíð mikla hátíð af því tilefni og ætlar núna að vígja listaverk við kirkjuna. Við missum af afmælismessunni að þessu sinni en sendum góðar kveðjur heim.
Það virðast nú ekki margir vera að lesa bloggið okkar að þessu sinni greinilega skemmtilegra að fylgjast með kreppufréttunum heima. Látum það ekki á okkur fá og ætlurm að halda blogginu áfram. Nú styttist ansi mikið í heimferð og ég er farinn að hlakka til. Reyndar er ég sennilega sá eini í fjölskyldunni sem hlakkar til að fara heim því mömmu og pabba langar ekkert. Held reyndar að Hjört Björn hlakki til að koma heim og að geta farið í heimsókn til ömmu.
Höfum rólegan letidag sleppum meira að segja að hlaupa. Ég sef til kl. 12 en þá er ég vakinn en þá er klukkan orðin 17 á Íslandi. Úff það verður erfitt að snúa deginum við.
Við erum svo bara heima við úti í sólbaði eða boltaleik og flúið svo inn ef hitinn var orðinn of mikill. Loksins komin sól aftur og 27 stiga hiti sem við ætlum að nýta vel þessa síðustu dagana. Förum á leiksvæðið og svo í sundlaugina við klúbbhúsið. Gott að henda sér í kalda laugina þegar manni er orðið sjóðheitt. Förum svo út að keyra seinni partinn og förum aftur í Barnes&Noble bókabúðina þar sem ég keypti mér aðra Star Wars límmiðabók risastóra svo nú hef nóg að gera í flugvélinni á leiðinni heim. Förum líka í Old Navy erum lengi þar svo ég er alveg orðinn glorhungraður. Eftir þetta förum við að borða á Olive Garden. Þar smakka ég krækling hjá pabba í fyrsta sinn og finnst það alveg frábær matur. Sjálfur fékk ég mér hakk og spaghetti. Erum mjög lengi á leiðinni heim þar sem það er verið að vinna svo mikið í veginum á leiðinni heim.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 05:31
Florida kafli 4 - Universal og forsetakosningar
Miðvikudagur 5. nóvember
Þá erum við komin með nýjan forseta hér í USA og fréttirnar fullar af fréttum af Obama og fjölskyldu. Mikið er talað um að hann hafi lofað stelpunum sínum hvolpi ef hann færi í Hvíta húsið sem hann ætlar að standa við. Allir voða spenntir að fá lítinn hvolp í Hvíta húsið. Talað við gamlar svartar skruggur í sjónvarpinu sem gráta af gleði yfir því að það sé kominn svartur maður við stjórnina. Fínn dagur hjá okkur í dag. Búið að spá mjög góðu veðri en því miður nær ekki himininn að losa sig við skýjahuluna sem var líka í gær. Okkur langar að fá smá sól svona áður en við förum í myrkrið heima. Vakna um 10 og fer beint út að hlaupa með mömmu settum met hvað við vorum fljót þessa 3 km og svo hélt mamma áfram og hljóp 5 km.
Við fórum svo á rúntinn keyrðum mömmu í búðir með Hannes og svo fórum við pabbi og Hjörtur Björn í stærstu bókabúðakeðju í heimi sem heitir Barnes and Nobles. Mamma sagði mér að við höfðum farið mjög oft í þessa búð þegar við bjuggum í Charleston SC því þær eru yfirleitt með skemmtilegt barnahorn. Inn í þeim er líka Starbucks kaffihús þar sem ég fékk mér Montain Dew og ristastóra cookie eins og það kallast hér. Við kíktum síðan á bækur og ég keypti mér Star Wars límmiðabók mjög skemmtilega. Hjörtur Björn fékk eina bók og 2 límmiðabækur, eina risaeðlulímmiðabók að sjálfsögðu. Svo náðum við í mömmu sem hafði misst það búðunum. Við drifum okkur heim þar sem við pabbi áttum pantaðan rástíma á golfvöllinn kl. 15. Við spiluðum 18 holur og með okkur var 15 ára íslenskur strákur (Gunni) sem er hér á svæðinu algjör snillingur í golfi með 9 í forgjöf og hann er örvhentur. Við vorum bara á einum bíl þar sem hvorki ég né strákurinn máttum keyra.
Pabbi gleymdi að tíminn hafði breyst þannig það er of seint að byrja spila 18 holur kl. 15 þar sem það er núna farið að dimma svo mikið upp úr kl 18. Við spiluðum því bara 16 holur. Mér gekk mjög vel fyrri 9 holurnar en svo missti ég einbeitinguna í seinni hlutanum. Strákurinn sem heitir Gunnar malaði okkur pabba og fór eiginlega alltaf á pari. Það verður gaman að vera svona góður í golfi einhvern tíma.
Hannes er farinn að borða graut og fær núna 2 skammta, kvölds og morgna.
Svo var bara kvöldmatur og rólegheit við sjónvarpið og tölvuna um kvöldið.
Þriðjudagur 4. nóvember kosningadagur og Universal
Í dag kosningadagur hér í USA þar sem kosið er á milli Obama og Macain. Það er skýjað og ekki nærri eins hlýtt og í gær. Áætlun okkar um að fara saman í vatnagarð rann því út um þúfur. Svolítið leiðinlegt þar sem það hefði verið gaman að vera með einhverjum þar. Gestirnir borða morgunnmat og fara svo en þau eru að fara til Íslands á morgunn. Við ákveðum að fara í Universal garðinn http://www.universalorlando.com/. Universal er svona garður svipaður og Disney garðar en þarna er meira kvikmyndaþema. Ég hef ekki farið í þennan garð en mamma og pabbi fóru þarna á síðustu öld í mars 1999 þegar pabbi var úti og mamma kom í heimsókn. Leggjum af stað um kl 12. Byrjum á að fara nýrri hluta garðsins sem heitir Island of Adventure. Það er fullt af tívolítækjum. Brjálaðasti rússíbani sem ég hef séð og heitir Hulk rússíbani. Pabbi skellti sér í hann en ég lét þetta vera. Við byrjuðum á að fara í svona Spiderman 3 víddar rússíbana sem var nokkuð svakalegur. Ég pabbi og Hjörtur Björn fórum í hann á meðan mamma var úti með Hannes. Byggingar þarna eru svo ótrúlegar að það er eins og maður fari inn í einhvern ævintýraheim sem er mismunandi milli kvikmyndaþema. Næsta stopp var í Jurasic Park risaeðluheimi. Við vorum nokkuð heppni með dag hvort sem það var út af kosningunum eða hvað þá óvenju rólegt sagði starfsfólk og mjög litlar eða engar biðaraðir. En þegar Hjörtur Björn er kominn svona nálægt risaeðlum verður hann hálf hræddur við risaeðlur. Við mamma fórum saman í tæki þar sem var algjör snilld. Siglum á bát á milli risaeðla sem meira segja hreyfa sig aðeins. Síðan er búið til eins og risaeðlunar hafi tekið yfir og lagt og skemmt bygginguna sem við vorum í og báturinn breytist í rússíbana sem allt í einu steypist niður risastóra byggingu. Ótrúlega skemmtilegt þannig ég fer aftur með pabba þegar þetta klárast. Síðan förum við inn í barnaland eins það er í bókinni Kötturinn m höttinn og Kötturinn með höttum ræður ríkjum. Þarna biðum við of lengi í eina lest sem var síðan ekkert sérstök að mínu mat en gaman fyrir Hjört Björn. Förum síðan í aðra svona braut sem fer í gegnum heilt ævintýri. Vorum aðeins of lengi í þessum garði þannig að tíminn flaug framhjá okkur. Þó við tækjum enga pásu þá vantaði okkur 2-3 tíma til að nýta allan garðinn. Fórum í Shrek 4D bíó sem var mjög skemmtilegt og Simpson sýndarveruleika rússíbana. Görðunum lokaði kl. 18 þannig það hefði alveg verið hægt að eyða meiri tíma þarna. Verð samt að viðurkenna að við vorum orðin mjög þreytt og svöng. Mömmu leið eins og hún hefði hlaupið maraþon. Mér fannst þetta alveg frábær dagur og þau tæki sem mér fannst skemmtilegust voru Simpson rússíbaninn sem kom bara í vor og risaeðlubrautin en allt hitt var líka mjög skemmtilegt. Svo voru kvikmynda fígúrur út um allt og ég lét taka myndir af mér með þeim. Þá ætluðum við að fara út að borða en þessir staðir þarna við Universal vildu ekkert fá fólk með 2 barnakerru inn á staðina sína þannig það endaði með því að við fórum á KFC á leiðinni heim og borðuðum heima. Eigendur hússins koma svo til okkar í kvöld þar sem þau eru að sækja bílinn sinn en þau eiga 2 önnur hús á Eagle Creek þar sem þau dvelja.
Vá hvað allir eru þreyttir i kvöld en horfum á kosningasjónvarpið sem ég hélt ég þyrfti að vaka yfir i alla nótt. En um kl. 23 var Obama kominn með þann fjölda þingmanna sem til þarf til að ná meirihluta. Allt brjálað af gleði og von um breytingar.
Ég er náttúrulega mjög ánægður með Obama minn að hafa rúllað þessu svona upp.
Erum vitni af sögulegri stund þegar hann ávarpar þjóðina og allan heiminn eftir að ljóst er að hann hefur sigrað.
Mánudagur 4. nóvember
Mjög heitt og rakt úti alveg 30 gráður og sólin skýst fram annað slagið. Við mamma förum út að hlaupa um morguninn og það er svakalegt núna í þessum hita. Erum svo heima í rólegheitum en skjótumst að kaupa í matinn í Publix og fáum okkur að borða á mjög sveittum pizzustað í leiðinni. Þar var allavega hægt að setjast niður. Hannes Ágúst fær graut í fyrsta skipti í dag og er bara mjög sáttur við það. Hann borðar alveg slatta en ég hafði víst bara borðað 2-3 skeiðar í fyrstu skiptin.Við pabbi tökum lærdómsskurk sitjum úti með vifturnar yfir borðinu þar í gangi því það er svo heitt. Svo koma Skúli Geir (vinur pabba) og Ingibjörg kona hans í heimsókn til okkar með sín 3 börn. Þau eru akkúrat stödd í Florida á sama tíma við og við búnir tala um það að hittast. Sitjum úti í rólegheitunum og grillum svo um kvöldið. Aldís sú elsta er yfir sig hrifin af Hannesi og heldur á honum. Næst er strákur sem er 9 ár og heitir Óðinn. Við náum strax saman og leikum okkur með byssur sem hann kom með. Hann er í 4. bekk í skólanum hennar ömmu, Snælandsskóla. Og svo eru þau með eina 2 ára stelpu sem passar með Hirti Birni. Við pabbi ásamt Skúla og Óðni förum á hafnaboltaæfingasvæðið og sýnum þeim hvernig það virkar. Svo er grillað, borðað og svo spilum við nýja spilið okkar. Það er mjög skemmtilegt og við borðum mikið af nammi enda eigum við mikið eftir frá Halloween. Þau ákveða að gista hjá okkur sem er skemmtilegt og við Óðinn vökum til kl 2. um nóttina
Sunnudagur 2. nóvember
Skýjað og gengur á með skúrum í dag. Ég fer út að hlaupa með pabba og svo tökum við smá skóla. Eftir hádegi förum við út að keyra mamma kíkir aðeins í Outletin hér með Hannes á meðan við pabbi og Hjörtur Björn förum aftur á Chuck E Cheese staðinn. Nú var alvega rosalega margt fólk þarna inni og mörg tæki biluð þannig við vorum bara rétt klukkutíma. Fórum þá í mjög flott Minigolf sem var í svona sjóræningjaþema. Pabbi vann okkur en Hjörtur Björn notaði mjög fyndna aðferð. Sló upphafshögg og færði svo kúluna bara ofan í holuna. Hittum mömmu í Nike búðinni í Outletunum og ég fékk nýja skó og nýja takkaskó. Alltaf jafn heppinn. Kaupum Taco Bell í matinn á leiðinni heim ummhhh svo gott. Svo bara rólegt í kvöld.
Laugardagur 1. nóvember
Sofum nú bara út í dag og erum löt. Í dag er Hannes Ágúst 4 mánaða. Ótrúlegt og mér finnst eins og hann hafi alltaf verið með okkur. Við pabbi horfum svo á leikinn Liverpool Tottenham sem fór nú ekki nógu vel fyrir mínum mönnum eða 2-1 fyrir Tottenham. Við feðgar erum svekktir eftir þetta svo það er ákveðið að fara út að keyra til að hressa okkur við. Það er skýjað í dag og rigning annað slagið. Það er því best að fara í Florida Mall. Mamma fer ein að labba með Hannes á meðan við pabbi og Hjörtur Björn löbbum um í rólegheitum. Förum í frábæra búð sem heitir M&M World. Þetta var risastór búð með allskonar M&M-um í öllum litum. Við Hjörtur Björn fáum M&M glös, rör og veljum okkur M&M í öðruvísi litum. Mig langar sko að fara þarna aftur. Svona eiga búðir að vera. Mikið af fólki í mallinu enda algengt að fólk eyði helgunum í mallum það er svona stemmingin hér. Eftir mall ferðina förum við á Outback Steakhouse sem er áströlsk veitingahúsakeðja. Mjög góður matur sem byrjar á rosalega góðu rúgbrauði. Svo kemur kona á borðið sem blæs upp blöðrur og býr til sverð eða eitthvað annað. Við veljum að sjálfsögðu sverð. Göbbum mömmu rosalega sem heldur að það sé verið að taka af henni mynd en þá er pabbi að taka video. Hún segir risaeðla aftur og aftur mjög fyndið. Förum svo heim og horfum á sjónvarpið í kvöld. SNL spaugstofuna hér í USA.
Ferðalög | Breytt 10.11.2008 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2008 | 15:31
Florida - Halloween og fleira
Í dag er Halloween hér í USA eins og fram hefur komið. Það byrjar samt ekki almennilega fyrr en það byrjar að dimma. Við mamma byrjum daginn á því að fara út að hlaupa. Síðan tökum við pabbi svakalegan lærdómsdag og lærum úti á svölum.
Eftir það förum við aðeins á hafnabolta æfingasvæðið. Við förum svo í smá heimsókn til Íslendinganna til að forvitnast um Halloween. Það er einhver skemmtun í klúbbhúsinu en þangað fer víst bara gamla fólkið. Við skellum okkur í enn eina búðaferðina til að kaupa nammi því ef einhver bankar upp á hjá okkur verðum við líka að gefa nammi. Kaupum líka smá skraut svona til að sýna að við erum með í leiknum. Við mamma förum í Wal-Mart og þar er sviðin jörð og lítið eftir af Halloween dóti. Skellum okkur svo í búningana og við pabbi og Hjörtur Björn löbbum af stað. Svo er bara farið hús úr húsi þar sem einhver er heima, bankað og sagt: Trick or treat?. Þá setur fólk nammi í fötuna okkar (annars myndum við hrekkja þau). Þetta er alveg rosalega skemmtilegt og svo erum við að hitta aðra sem eru líka í búningum svo það er svaka stemming. Komum heim og gerum pásu. Pabbi fer að grilla en mamma tekur einn hring með okkur. Endum í Íslendingapartý þar sem fólkið opnaði bílskúrinn og allir eru í búningum. Greinilega mesta stuðið hjá Íslendingum hér á Halloween. Endum með fullan innkaupapoka af nammi þannig að við erum vel settir. Sumir gefa límmiða eða leir. Einn kall gaf okkur kex svo það er ansi mismunandi hvað maður fær. Sumt fólk er ekki heima en er með körfu fulla af nammi við dyrnar hjá sér. Aðrir eru greinilega heima en vilja ekki taka þátt í þessu. Flestir skreyta eitthvað en eitt húsið var sérstaklega mikið skreytt sjóræningjabátur í garðinum og allt fullt af sjálflýsandi hauskúpum sem virtust koma upp og niður eins og þær væru í sjó.
Komum heim beint i matinn grilluð svínarif sem við borðum úti. Hér á golfvellinum er Halloween golfmót um kvöldið. Þá er spilað með sjálflýsandi bolta og fólk búið að hengja á sig fullt af glowstick ræmum til að það sjáist. Virkar mjög skemmtilegt og við pabbi tölum um að halda svona mót heima. Horfum svo bara á sjónvarpið og borðum nammi. Skemmtilegur söngþáttur hér í sjónvarpinu á föstudagskvöldum sem heitir Lock in those Lyrics. Svolítið eins og Singing Bee þar sem keppt er því hvað fólk kann í textanum á lögunum. Mjög skemmtilegur dagur og gaman að taka þátt í alvöru Halloween. Skil ekki af hverju þetta er ekki svona á Íslandi í staðin fyrir að fara á milli fyrirtækja eins og gert er á öskudag.
Fimmtudagur 30. októberAftur komið gott veður. Pabbi og mamma fá smá frí frá okkur bræðrunum og fara í saman í stóra Outletið á meðan erum við hjá Stínu og Werner. Ég sef lengi frameftir.
Mamma og pabbi koma aftur um 3 leytið og þá fáum við ýmislegt ég fæ td. hlaupabuxur og Hjörtur Björn strigaskó með ljósi. Stína og Werner kveðja okkur og keyra aftur áleiðis til Alabama þar sem þau eru með hús. Við förum seinni partinn í búningaleiðangur þar sem að Halloween er á morgunn. Förum í K-Mart þar sem okkur pabba fannst mesta úrvalið vera. Þar er allt á rúi og stúi í búningunum eins og fólk hendi þessu til og frá. Núna daginn fyrir var allt Halloween dót komið með 50% afslátt.
Pabbi og mamma kaupa sér fangabúninga, röndótta, ég fékk mér líka fangasamfesting appelsínugulan eins og þeir eru í hér í USA og bófa grímu við, Hjörtur Björn fékk sér riddarabúning sem hann kallar dreka Batman búning. Svo keyptum við líka sumo glímukappa búning sem er með viftu sem blæs inn í búninginn svo maður verður svona feitur eins og sumóglímukappi. Algjör snilld. Keyptum líka prumpublöðru búning sem mömmu langaði svo mikið í. Pöntum pizzu á Little Cesar á leiðinni heim og erum svo að prufa búningana í kvöld og að horfa á sjónvarpið.
Miðvikudagur 29. októberAðeins skárra veður í dag eða rétt í kringum 20 gráður. Við eigum bókaðan tíma í golfi kl. 12:45 með Stínu og Werner. Byrjum á því eftir morgunnmat að fara í búðaferð aftur við kallarnir. Nú fer pabbi með Werner í búð til að kaupa Garmin staðsetningartæki. Svo kaupum við í matinn og bleyjur og þurrmjólk. Það er skrítið að bæði bleyjur og þurrmjólk er töluvert ódýrara á Íslandi en hér úti. Förum svo í golfið þar sem við pabbi skorum á Stínu og Werner í Texas Scramble. Stína vill endilega að við drögum saman í lið en það vil ég alls ekki þar sem við pabbi erum svo góðir í þessum leik og ég vill bara vera með honum.
Tökum 18 holur sem eru mínar fyrstu 18 holur á stórum velli. Að sjálfsögðu vinnum við pabbi en Stína vill fá auka forgjöf þar sem þau eru samtals 100 árum eldri en við. Ég gef það sko ekki eftir. Í kvöld elda svo Stína og Werner kjötbollur með sultu og brúnni sósu. Gott að fá venjulegan heimilismat. Vökum lengi frameftir og ég passa mig nú á því að fara ekki á undan einhverjum að sofa.
Þriðjudagur 28. októberNú er komið allt öðruvísi veður þar sem það hefur kólnað töluvert í nótt. Við mamma förum út að hlaupa og bara gott að hafa það aðeins kaldara í hlaupunum.
Pabbi fer í golf með köllum hérna á völl lengra í burtu og kemur ekki heim fyrr en um kvöldmat. Ég læri með mömmu eftir hlaupin. Stína og Werner hitta vini sína hérna úti að labba, hvílík tilviljun og bæði héldu að þau væru að sjá ofsjónir.
Í kvöld förum við svo út að borða á veitingastað sem heitir Texas de Brazil de. Þá fer maður fyrst á svona hlaðborð með allskonar forréttum og meðlæti síðan er maður með spjald sem er rautt öðru megin og grænt hinu megin. Þegar maður snýr græna koma menn inn með allskonar kjöt sem þeir skera á diskinn manns. Allt frá pulsum upp í fínustu steikur. Mjög skemmtilegt og öðruvísi. Nú er ég sko farinn að vaka frameftir hér í USA og sofa lengur. Vakna svona kl 10 á okkar tíma og þá er kl. 14 á Íslandi. Það er soldið skrítið.
Mánudagur 27. októberÍ dag koma Stína systir afa og Werner til okkar en þau eiga hús í Alabama þar sem þau eru og keyra í ca. 8 klst til okkar. Lögðu af stað í gær til að taka þetta í 2 bútum.
Við ætlum að fara í vatnagarðinn í dag og nýta passana okkar.
Fræðslukorn: vitið þið að það eru um 60.000 manns í USA sem eru 100 ára eða eldri og svo segja þau í sjónvarpinu að 95 ára sé nýja 75 ára þ.e. líkurnar eru að aukast að fólk verði svona gamalt. Fórum núna í Blizzard vatnagarðinn sem er líka Disney vatnagarður en þarna er allt í skíðaþema. Fannst þessi garður ekki eins skemmtilegur og Typhoon garðurinn. Þarna voru mikið lengri biðraðir og ströndin mun minni. Við mamma fórum í frábæra rennibraut þar sem við sátum á bátum og fórum langa leið niður. Hjörtur Björn fór í fullt af litlum brautum. Vorum komin um kl. 11 og það var komið alveg rosalega mikið af fólki og erfitt að finna stæði. Erum komin heim um kl. 14 og Stína og Werner koma svo rétt seinna. Ég, pabbi og Werner förum svo í búðina að kaupa kjöt á grillið. Grillum heima í kvöld og borðum úti. Mamma fær afmælispakka frá Stínu og Hjörtur Björn fer þá að hágráta þar sem að hann er alveg viss um að hafa líka átt afmæli. Stína náði að redda því og var með barnabók með sér svo Hjörtur Björn varð alsæll.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 13:09
Florida - kafli 2
Mánudagur 27. október
Í dag koma Stína frænka og Werner til okkar en þau eiga hús í Alabama þar sem þau eru og keyra í ca. 8 klst til okkar. Lögðu af stað í gær til að taka þetta í 2 bútum.
Við ætlum að fara í vatnagarðinn í dag og nýta passana okkar.
Fræðslukorn: vitið þið að það eru um 60.000 manns í USA sem eru 100 ára eða eldri og svo segja þau í sjónvarpinu að 95 ára sé nýja 75 ára þ.e. líkurnar eu að aukast að fólk verði svona gamalt.
Sunnudagur 26. október
Sólríkur dagur í dag og komið annað loft úti. Rakinn svo til farinn og dagurinn svona eins og bestu dagar á Íslandi á sumrin. Ca. 25 gráðu hiti og maður ekki að kafna eins og í gær.
Við pabbi förum út að hlaupa. Breytum aðeins til og höfum núna spretti með smá hvíld á milli. Ég var orðinn svolítið leiður að hlaupa sömu leiðina eins. Annars bara rólegheitar dagur. Við pabbi förum um 3 leytið í golf á vellinum hér. Fyrsta skipti sem ég fer á golfbíl í útlöndum og það er reyndar ekkert öðruvísi en heima. Mér finnst þetta frábær völlur og mér gengur bara nokkuð vel. Hittum mömmu á 2. braut sem kemur með drykki til okkar og tekur myndir. Hún sá okkur strax þar sem hún er úti í sólbaði.
Í dag ákvað Hjörtur Björn að hætta á bleyju. Er duglegur að pissa í klósettið og fær verðlaun svona nammi sem er eins og armband og hann setur á hendina. Hann pissar samt 2x í buxurnar og kúkar 1x menn þurfa víst að læra þetta. Förum út að borða í kvöld á Chilis sem er mexikanskur staður. Ég fæ mér samt bacon hamborgara og svo fáum við afgangana í box. Horfum líka á mynd í dag sem fjallar um lögreglumenn sem grófust undir turnunum sem féllu 11. september 2001. Þetta gerðist víst í alvörunni þe. það sem kom fyrir þessa menn en þessir sem mest var fylgst með lifðu þetta af.
Hjörtur Björn er á fullu að leika sér með risaeðlurnar sínar. Hann og mamma láta þær eiga afmæli, fara í bíó, leikskólann og lifa svona venjulegu lífi. Ótrúlegur áhugi á þessum skepnum en ég var allavega aldrei með risaeðluæði.
Laugardagur 25. október
Nú er maður að detta á USA tímann næ að sofa til kl 10 í morgunn sem er met enda fór ég seint að sofa í gær. Þungbúið veður um morguninn en upp úr hádegi kemur sólin fram og við fáum mjög heitan og rakan dag. Svona eins og vera í gróðurhúsi.
Afi og amma hringja í okkur í dag. Eru búin að hringja nokkrum sinnum í heimasímann hér sem við svörum aldrei í þar sem hann hringir mjög oft og það eru alltaf einhverjir sölumenn. Letidagur í dag og ekkert hlaupið. Löbbum öll út í sundlaugina hér á svæðinu sem er þægilega köld í þessum hita. Reyndar meiddi ég mig 2x í sundlaugarferðinni. Fyrst henti pabbi mér í laugina og í eitt skiptið lenti ég illa á maganum þannig að ég var eldrauður lengi á eftir. Þar sem ég ligg og jafna mig á sólbekknum byrjar mamma að berja mig með handklæði og hittir mig mest á eyrað sem var sárt en hún ætlaði að slá á bakið sem hún gerir svo. Þá var risastór fluga á bakinu á mér svona álíka og þumalputti. Veðbjóður. Hún vankast við þetta og er að lokum kramin á stéttinni Þetta var í raun dagurinn sem skordýrin gerðu árás. Fyrst fékk mamma flugnabit þar sem hún lá úti í sólbaði en sá ekki fluguna, við pabbi veiðum eðlu í fötu sem hafði óvart ratað inn á veröndina sem er annars vel varin með neti. Setjum hana í fötu og hleypum henni út. Eftir rigninguna eru eðlunar enn sýnilegri og hlaupa út um allt. Eftir sundið förum við pabbi í tennis á tennisvöllum sem eru hér á svæðinu. Það var mjög skemmtilegt en mjög heitt þó ég sé bara á sundskýlunni. Mamma og Hjörtur Björn eru á leikvellinum sem er alveg við tennisvellina og róla og syngja. Við pabbi förum svo í búðina að kaupa í matinn.
Komum við í K-Mart sem er að auglýsa Halloween búininga og erum sammála um að þar sem sé mesta úrvalið af búiningum. Það er búið að auglýsa Halloween party í klúbbhúsinum sem okkur langar að kíkja á þannig við verðum að dressa okkur upp í búninga fyrir það. Kaupum samt ekkert að þessu sinni en ætlum að koma fljótt aftur.
Grillað úti í kvöld dýrindis svínakjöt með alles og svo erum við pabbi með góðan eftirrétt ís og fersk jarðaber. Hannes Ágúst sofnaði snemma og misssti af kvöldverðinum. Við Hjörtur Björn erum að leika okkur í hafnabolta með nýju kylfunni hans. Hann vill gera allt eins og ég. Ef ég sest í sólstól gerir hann það líka ef ég dreg fæturna upp á sólstólnum gerir hann það líka stundum fyndið og líka stundum pirrandi. Pabbi og mamma reyna mikið að vaka til að sjá þáttinn SNL sem er víst svipað og Spaugstofan á Íslandi. Pabbi steinsofnar og nær því ekki og mamma nær svona 10 mín. en ég vaki lengst.
Enn og aftur verið að gera grín af forsetakosningunum hér í USA sem eru stanslaust í sjónvarpinu. Ég er nokkuðr harður Obama maður lýst einhvern vegin betur á hann. Mamma er líka með Obama en pabbi er meira Mackain/Pailin. Helsti munurinn á milli þeirra er að Obama við lækka skatta hjá venjulegu fólki og hækka skatt hjá ríkum og fyrirtækjum. Mackain er algjörlega ósammála því og vill að fyrirtækin fái lægri skatta svo að þeim gangi betur og geti þannig ráðið meira fólk í vinnu. Kallar sem vinna á golfvellinum hér sem pabbi talaði við sögðu að ef Obama ynni þetta (og það eru meiri líkur á því) þá gæfu þeir honum 90 daga áður en einhver vitleysingur reyndir að drepa hann en það eru víst ekki allir Bandaríkjamenn hrifnir af því að fá svertingja sem forseta. Núna er mest í fréttum að Obama fór til Hawaii að hitta veika ömmu sína sem er hvít, skil það ekki alveg, og að Sarah Palin varaforsetaefni Mackain sé búin að eyða allt of miklum peningum í föt í þessari kosningabaráttu.
Föstudagur 24. október
Í dag er rigning. Reyndar minni en við bjuggumst við ekkert úrhelli. Við mamma förum út að hlaupa og það hefði verið betra að hafa enn meiri rigningu. Ákveðum að hafa hlaupafrí á morgunn enda er ég búinn að hlaupa samtals 15 km síðan ég kom út.
Eftir morgunnverkin förum við svo að læra. Svo förum við út að keyra. Förum í búð sem heitir Target og mömmu líkar vel. Svona fínni Wal-Mart. Þar er ýmislegt keypt td.föt á mig, gríma sem er trúðurinn í Batmann og svo kaupi ég mér Simpson inniskó, ótrúlega flotta. Fer með fótinn ofan í munninn á Hómer Simpson. Þegar mamma var skoða stuttbuxur á mig þá öskraði hún allt í einu. Þá hafði ein lítil eðla sem eru hér út um allt komist inn í búðina og falið sig á þessum stað. Þær eru nú ekkert hættulegar þessar eðlur en manni bregður þegar þær eru á stöðum sem maður býst ekki við þeim. Hjörtur Björn vill nú kaupa margt. Hann er t.d. með mikið æði fyrir teiknimyndapersónunni Svampur Sveinsson og er búinn að fá Svampur Sveinsson stuttbuxur, skó, litabók, hafnaboltakylfu og bolta, freyðibað, nammi, tannkrem. Svampur Sveinsson er líka mjög vinsæll hérna og stanslaust á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni. Í þessari búðaferð fékk hann svo Svampur Sveinsson tölvuspil sem maður tengir við sjónvarpið. Hann valdi á milli þess og Batman búnings.
Eftir þessa búðaferð finnum við staðinn "Chuck E Cheese" sem er svona barnastaður og ég man aðeins eftir frá Charleston. Þar er fullt af tölvuspilum, boltaleikjum og rennibrautum.
Staðurinn sem við förum á er minni en þessi sem var í Charleston. En vá hvað það er gaman prufum fullt fullt af tækjum. Þegar manni gengur vel koma svona miðar út úr tækjunum sem maður safnar og getur skipt í eitthvað smádót áður en maður fer heim. Svo létum við Hjörtur Björn búa til svona kort eins og kreditkort með mynd af okkur. Reyndar bjóst ég við að geta notað það í búðum en mamma sagði að gengi ekki.
Það voru svakaleg læti þarna inni og 2-3 afmæli að byrja. Við ákváðum því að fara eitthvað annað að fá okkur að borða. Förum enn og aftur á stað sem mamma og pabbi halda upp á, Olive Garden, sem er ítalskur/amerískur. Við Hjörtur Björn fáum okkur pizzu sem er nú ekkert sérstök en áður en hún kom var boðið upp á salat og svakalega gott brauð sem dýft var í sósu. Eiginlega borðaði ég yfir mig af því. Að venju náðum við ekki að klára matinn og fórum heim með box. Hirti Birni finnist svakalega spennandi að fá box fyrir matinn og enn meira spennandi að borða daginn eftir matinn úr boxi.
Sáum hús á leiðinni heim sem snéri á hvolfi og er eitthvað safn, ótrúlega flott.
Fimmtudagur 23. október
Þá kom fyrsti sólarlausi dagurinn okkar hér á Florida. Það er samt hlýtt úti og smá gjóla sem er bara gott í hlaupunum. Við pabbi tökum okkar 3 km hlaup í morgunn áður en við fáum okkur morgunnmat. Eftir hlaup og sturtu tekur svo lærdómurinn við. Þar sem við lærðum ekki í gær er double í dag. Pabbi fer svo í golf með köllum sem hann þekkir hér á svæðinu eftir hádegi en við hin tökum því rólega og löbbum út á leiksvæðið sem er nú aðallega gert fyrir Hjört Björn. Hannes Ágúst fer í fyrsta sinn beint í kerruna og snýr fram. Örugglega mikil breyting fyrir hann að sjá út. Annars erum við svo bara að horfa á sjónvarpið og hafa það gott. Þegar pabbi kemur úr golfinu förum við svo á hafnaboltaæfingasvæðið og nú nota ég mína eigin kylfu sem ég keypti mér í gær.
Við ákveðum svo að fara út að borða á japanskan stað. Finnum einn stutt frá sem er með svona eldavélum þar sem eldað er fyrir framan mann. Venjulega eru svoleiðis staðir svona í fínni kantinum en þessi var það nú ekki. Inni á staðnum er samt ískalt þannig að mamma er á mörkunum að sækja teppi út í bíl og svo var svo mikið ljós þarna inni að það minnti á frystihús. Á veggnum bak við mömmu hékk stálvaskur og svo var eitthvað eins og risastórt slökkviliðstæki á veggnum. En maturinn var góður og það var fyrir öllu.
Fengum okkur fyrst dásamlegt sushi sem ég borðaði yfir mig af síðan kom kokkurinn og lék listir sínar. Ég var víst vanur að fara á svona staði þegar við bjuggum í USA en man samt lítið eftir því. Kokkurinn var ótrúlegur steikti egg og grjón kveikti bjó til eldgos og lét eggjaskurnina fljúga ofan í hattinn sinn og vasann sinn. Ég held að Hjörtur Björn hafi verið hrifnastur af þessu. Hann var að missa það yfir kokkinum enda ekki vanur að það sé látið svona í eldhúsinu. Hannes Ágúst lét þetta ekki fara fram hjá sér frekar en annað en hann passar sig að vakna alltaf þegar við förum á veitingastaði. Byrjað að rigna þegar við förum heim en mjög heitt. Horfum á sjónvarpið í kvöld. Mamma og pabbi mjög ánægð að ná að sjá uppáhaldsþáttinn sinn Office.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2008 | 21:30
Florida
Miðvikudagur 22. október
Vaknað snemma að venju. Ákveðum að fara aftur í vatnagarðinn í dag þar sem það er spáð rigningu á morgunn og fram á helgi. Eru mætt í garðinn rétt fyrir kl. 10 en þá opnar hann. Ekki þau einu sem lesa veðurspána þannig það var sko fuuullt af fólki en betra að fá bekki og svona heldur en síðast. Við pabbi förum beint í öldurnar og prufum að synda með þeim og fara beint á móti. Ég næ að plata mömmu í brjáluðu rennibrautina og hún öskraði alveg svakalega en fannst samt gaman. Við borðum nesti og liggjum í sólinni auk þess að fara í hin og þessi tæki. Við pabbi finnum vatnsrússibana sem er alveg svakalega skemmtilegur og ég þarf að fara í hann aftur. Eftir tæpa 4 klst förum við heim og þá er sko komið alveg svakalega mikið af fólki. Komum við á Taco Bell á leðinni heim og svo förum við pabbi beint að horfa á Liverpool leikinn í meistaradeildinni þar sem mínir menn gerðu jafntefli. Allir hálf þreyttir eftir svona sundlaugagarða ferð og notalegt að hvíla sig bara heima. Við mamma skellum okkur samt út að hlaupa þarna um 6 leytið og ég finn hvað þolið eykst. Gaman af því. Ég hef líka tekið soldinn lit í dag komin með far sem ég er mjög ánægður með. Eldum Lasagne í kvöldmat með hvítlauksbrauði og borðum úti eins og í gær. Mjög góður hiti og gaman að heyra í engisprettunum.
Spilum aðeins nýja spilið aftur og nú fyrir Hjört Björn sem kallar það Valla spilið þar sem það líkist Vallabókunum þar sem leitað er af Valla.
Þriðjudagur 21. október
Rólegheitardagur heima. Við pabbi byrjum á því að fara út að hlaupa og svo tekur skólinn við þar sem pabbi er bæði kennarinn og skólastjórinn. Erum mjög duglegir og lærum í 4 klst með smá pásu þegar við horfum á nýja þáttinn í Dagvaktinni. Eftir skóla förum við á rúntinn þar sem okkur er farið að vanta vistir. Förum bæði í Walmart og Publix sem er matvörubúð. Ég kaupi mér nýjan ruby bolta í Walmart. Við tókum einn bolta með út og við pabbi erum búnir að vera kasta honum á milli þannig hann er bara að verða ónýtur.
Við pabbi förum líka á Hafnabolta æfingasvæði og það er alveg geeeðveikt. Soldið svipað og golf æfingasvæði nema maður er með hjálm, og hafnaboltakylfu og síðan er boltum kastað til manns. Pabbi er alveg viss um að ég hafi búið í USA í fyrra lífi þar sem ég elska bæði ruby og hafnabolta. Grillum kjúlla í kvöld og borðum úti. Nágranni okkar, Kristján sem er hér einn í skotferð kemur yfir til okkar. Mamma og pabbi sitja og tala ivð hann heillengi. Við keyptum nýtt spil í Walmart Pitctureeka sem byggir soldið á því sama og Valla bækurnar þe. að leita af einhverju. Eftir að gesturinn er farinn förum við í spilið og það er mjög skemmtilegt en mamma vinnur það,
Mánudagur 20.október
Í dag á mamma afmæli hún er 37 ára. Við pabbi vöknum snemma og gerum amerískan morgunnmat handa henni. Amerískar pönnukökur, egg og beikon. Hjörtur Björn neitar því algjörlega að mamma eigi afmæli og vill sko ekki syngja afmælissönginn fyrir hana.
Eftir brönsinn förum við mamma út að skokka út að kúbbhúsi og til baka sem eru samkvæmt mömmu úri 3 km. Í dag ætlum við svo að dekra við mömmu og leyfa henni að gera það sem hana langar til.
Veðrið er dásamlegt að vanda sól og 28 stiga hiti. Mömmu langar að fara í vatnagarðinn sem við fórum í síðast. Okkar plan var síðan að leyfa henni að sleppa sér í búðum sem hún vill gera síðar og eiga inni. Komin í vatnagarðin Typhoon um hádegi og margt fólk. Rándýrt í þessa garða og ef við ætlum að fara aftur sem við ætlum að gera er ódýrast að kaupa árspassa fyrir okkur 3. Hjörtur Björn og Hannes Ágúst fá frítt. Ákveðið að þetta sé afmælisgjöfin hennar mömmu frá Dísu frænku sem gaf mömmu dollara. Ég nátturlega mjög ánægður með þesa gjöf. Í garðinum er einskonar strönd með sandi og gervisjór þar sem skella á svakalegar öldur á 10-15 mín fresti. Það eru sko alvöru öldur sem kasta manni áfram alvag ótrúlega skemmtilegt. Við pabbi og Hjörtur Björn förum líka í svokallaða lazy river þar sem við líðum áfram á kútum í straumi. Svo fór í líka í fullt af rennibrautum og ein alveg brjáluð þar sem maður dettur bara beint niður rör. Pabbi þorði ekki með mér í þá braut vá sá missti af miklu. Fer með mömmu í öldurnar sem er geðveikt. Fáum okkur að borða reykt kalkúnalæri sem minna á jólamatinn eða allavega bayonskinku. Hirti Birni finnst þetta alveg frábært og borðar alveg fullt. Svo kaupum við svona krús sem við megum fylla af gosi eins oft og við viljum þennan dag. Frábær garður sem við komum fljótlega aftur í. Á leiðinni heim kaupum við afmælisgjöf handa mömmu í Outletinu, Nike belti með vatnsbrúsum sem hlauparar nota og sérstaka hlaupahanska.
Um kvöldið förum við svo út að borða á veitingastað sem mamma valdi The Cheescake Factory. Mamma og pabbi fá sér kjúklingaretti en við Hjörtur Björn hamborgara hef reyndar fengið þá betri. Í eftirrétt fengum við okkur Oreo ostaköku sem var mjög góð og svo massív að við 4 gátum ekki klárað hana. Sofnum öll í bílnum á leiðnni heim nema pabbi sem sat við stýrið
Sunnudagur 19. okt
Vaknað snemma að venju. Það er aðeins kaldara í dag sem betur fer um 27 gráður. Við pabbi förum út að skokka hér á svæðinu og ætlum að vera duglegir að gera það. Mamma beið með morgunnmatinn beyglur í eggi. Um hádegi förum við svo á rúntinn og stefnan tekin á Downtown Disney sem er svæði sem er einskonar miðbær með fullt af Disney búðum og veitingastöðum. Ég elskaði það svæði þegar við vorum hér síðast. Vorum lengi að fá bílastæði þar sem við vorum ekki þau einu sem datt í hug að fara Downtown Disney. Löbbum um svæðið, og skoðum allan skemmtilega varninginn í búðunum. Ég kaupi mér Guffa hatt og Hirti Birni langar í allt. Hann finnur svo uppáhaldið sitt Bólsaljósár sparibauk sem hann kallar Bósa hús. Svo fékk hann líka Bósa síma sem er líka plat myndavélasími en hann heldur að þetta sé allt að virka og tekur og tekur myndir.
Við förum líka í gamaldags hringekju aðallega fyrir Hjört Björn. En það skemmtilegasta á þessu svæði er gosbrunnur þar sem að vatnið kemur upp úr mismunandi götum á mismunandi tíma svo maður veit aldrei hvort maður muni blotna. Nú vorum við vel undirbúin. Við bræðurnir fóðrum í sundbuxur og vorum með handklæði sem við gátum þurrkað okkur í á eftir. Þetta var sko skemmtilegt alveg eins og í endurminningunni þegar ég var þarna með Sigurgeir frænda mínum fyrir 4 árum. Að lokum fengum við okkur að borða á nýjum stað sem er risaeðlustaður sem heitir T-Rex. Búinn til risaeðluheimur með fullt af risaeðlum og íslhelli og svo fer allt af stað á 10 mín fresti þannig að eðlurnar hreyfa sig og öskra. Hjörtur Björn er með mikið risaeðluæði en hann var hálf hræddur fyrst þegar eðlurnar gerðu sig líklegar til að hlaupa af stað. Hann jafnaði sig svo þegar hann sá að þær fóru ekki af stað. Við þurftum að bíða í 40 mínútur til að komast að á þessum stað. Spjölluðum við gamla konu sem fékk saltstöng hjá okkur meðan við biðum og hún gaf brjóstsykur í staðin. Held hún hafi ekkert vitað hvar eða hvað Ísland var þar sem það tók okkur bara 8 klst að fljúga hingað en sagði að sonur sinn hefði farið til Europe og það tók 17 klst. Kanski bara gott að hún vissi ekki um bankakrísuna á Íslandi og vesenið þar. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur af flugvellinum vissi allt um það að Ísland væri að verða gjaldþrota sem við reyndum nú að leiðrétta. Eftir matinn í risaeðluheimi fórum við heim. Komum við í búð og keyptum sushi til að taka með heim. Vorum svo bara í rólegheitum heima í kvöld að horfa á sjónvarpið og svona.
Laugardagur 18. okt
Þrátt fyrir lítinn svefn í gær vöknuðum við snemma á USA tíma. Bíllinn sem við erum með í láni var þá kominn fyrir utan húsið. Dodge Caravan 7 manna bíll með rennihurð alveg eins og sá sem við áttum þegar við bjuggum í USA nema þessi er blár. Dagurinn fór að mestu í að taka upp úr töskum og koma sér fyrir. Það er svakalega heitt 33 gráður og rakt. Svo eru húsin, verslanir og veitingastaðir mikið loftkælt þannig að mismunurinn er mikill. Fórum í hefðbundna Walmart ferð þar sem allt fæst og náðum að birgja okkur upp. Eftir það fórum við á einn uppáhalds veitingastað mömmu og pabba, Applebees. Vá hvað það var góður matur þar. Pöntuðum forrétt fyrir okkur öll en þjóninn gleymdi því þannig að hann kom í eftirrétt á þeirra kostnað. Vorum þá svo södd að við gátum varla borðað meir. Þegar við komum heim fórum við Hjörtur Björn í göngutúr með mömmu á leikvöllinn hér sem er skemmtilegur. Vorum lengi að finna þetta og enduðum á því að labba á golfvellinum þar sem bílarnir keyra. Það má síðan Alls ekki svo það kom vörður og sagði okkur að drífa okkur af veginum. Sáum líka nokkra íkorna á svæðinu og líka kanínur sem hlupu frjálsar um. Hjörtur Björn var að fíla þennan leikvöll svo við eigum örugglega eftir að fara oft á hann. Erum enn á íslenskum tíma þannig við sofnuðum snemma í sófunum. Hannes Ágúst er voða góður eins og venjulega og bara sefur, drekkur og brosar.
Föstudagur 17. okt
Þá er dagurinn runninn upp. Við förum í dag til Orlando á Florida. Við lögðum af stað frá Hafnarfirði kl 14:30 föstudaginn 17. okt. Flugið var frekar langt 8 klst en gekk samt ótrúlega vel hjá allri stórfjölskyldunni. Það er komið nýtt kerfi í flugvélarnar þannig að hver og einn hefur sinn sjónvarpsskjá með aðgengi í fullt af myndum, þáttum og tölvuleikjum. Algjör snilld og stytti ferðina mikið enda sofnaði ég ekki neitt. Við höfðum heila sætaröð fyrir okkur sem var líka þægilegt. Við lentum í Florida kl. 21:30 á USA tíma en þá var klukkan 1:30 um nótt á Íslandi og samt var svakalega heitt. Fórum í stóran gamlan leigubíl þar sem við bræðurnir duttum út af.
Húsið okkar er á Ventura svæðinu. Fullt af húsum í kringum voða fínan golfvöll.
Þetta er glæsihús. 3 stór svefnherbergi, 2 stofur og eldhús. Við fjölskyldan sofum öll saman í einu herbergi þar sem við settum 2 hjónarúm saman. Það er sko toppurinn.
Að sjálfsögðu eru sjónvörp í öllum herbergjum og sjónvarpið í stofunni er huge.
Fyrir utan er stór verönd sem er með yfirbyggðu flugnaneti. Við erum alveg við 2. teig á golfvellinum þannig það er eins gott að við séum ekki að öskra og æpa þegar menn eru að slá. Hér á sko eftir að fara vel um okkur næstu 3 vikurnar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2008 | 17:26
Sumarið 2008
12. ágúst
Nú hef ég ekki bloggað í langan tíma og margt gerst í sumar.
Þann 1. júlí eignaðist ég nýjan bróður sem fengið hefur vinnuheitið Lilli.
Hann er voða ljúfur og sætur og sefur mest allan daginn. Það á að skíra hann föstudaginn 15. ágúst og ég veit hvað nafnið er en má ekki segja. Velkomið að giska!
Til að aðstoða okkur mömmu við smábörnin, Lilla og Hjört Björn var Kristín Þöll frænka mín hjá okkur
í 2 vikur. Svo erum við búin að vera í sveitinni 2x 5 daga og svo var Unnar frændi hjá okkur nokkra daga. Mikið að gerast á stóru heimili. Lillinn þykir nokkuð líkur mér þegar ég var lítill.
Ég er líka búinn að fara á fótboltanámskeið og er núna á mínu 4. golfnámskeiði hjá US Kids upp á Setbergsvelli. Ég tók síðan þátt í mínu fyrsta meistaramóti hjá Golfklúbbnum Oddi. Spilaði 9 holur 3 daga í röð og vann minn flokk. Vann líka 10 ára flokkinn og fékk risastóran bikar sem var afhentur með pompi og prakt á verðlaunaafhendingunni. Ég hef svo tekið þátt í fleiri golfmótum í sumar og er einmitt að fara á morgunn á SAS mótið upp á Setbergsvelli.
Þetta er samt ekki búið að vera eintóm gleði ég lenti í því að hjóla á ljósastaur var aumur allsstaðar og fór í fyrsta sinn upp á slysó. Var heppinn að þessu sinni að brotna ekki slapp með stóran marblett eftir stýrið.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 22:40
Kaupþingsmót í knattspyrnu
22. júní.
Orðið langt frá síðasta bloggi en nú er tilefni til. Var að koma heima frá æðislega skemmtilegu fótboltamóti upp á Akranesi með 7. flokki FH.
Veðrið var frábært og liðinu okkar (C2) ásamt reyndar öllum FH liðunum gekk mjög vel.
Við byrjuðum á því að vinna 2 leiki á föstudaginn (og tapa einum) en ég skoraði tvær "þrennur".
Svo kepptum við 4 leiki á laugardaginn, tvo sem unnust (3 mörk og 4 mörk frá mér), eitt tap og svo jafntefli við annað FH lið í æsispennandi leik.
Í dag, unnum við svo Leikni örugglega og tryggðum okkur 2. sætið í riðlinum en svo fengum við FH-ingar "Háttvísiverðlaun KSÍ"!
Sem sagt mikið fjör og mjög gaman en liðið gisti í saman í Grundarskóla. Sérstaklega skemmtilegur hópur sem ég er í en þar eru nokkrir tilvonandi bekkjarfélagar mínir. Það verður öflugur fótboltabekkur hjá okkur í vetur ;)
Ætla ekki að skrifa meira að sinni, enda hægt að lesa allt um mótið á heimasíðunni okkar í FH: http://fh7.blogcentral.is/
Pabbi tók yfir 400 myndir á mótinu og læt ég "slatta ef þeim" fylgja með þessarri færslu, smellið á "Myndaalbúm" (vinstra megin) til að komast í þau.
Hlakka til næstu æfingar.
Kv. Siggi Tommi
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar