10.11.2008 | 09:58
Kominn heim
9. nóvember
Lendum í Keflavík um kl. 6 og ég svaf ekkert á leiðinni enda klukkan bara 1 eftir miðnætti í USA og maður var nú oft vanur að vaka svo lengi. Erum laang síðustu út úr vélinni með allt okkar dót en þetta hefst allt saman. Gott að koma aftur heim. Amma Hanna búin að kaupa í ísskápinn og svo biðu eftir okkur upprúllaðar pönnukökur og líka rækjupönnukökur sem er þjóðarrétturinn okkar þegar við komum frá útlöndum. Ég fer aðeins í playstation eftir 3 vikna frí og svo förum við öll upp í rúm og sofum í 6 tíma. Ari og Steinar vinir mínir koma í heimsókn til mín síðan förum við í kvöldmat til ömmu og afa í Kópó. Fáum íslenskt lambalæri með bernes sem er svakalega gott eins og allur matur hjá ömmu. Svo er bara að sofna í kvöld og mæta eldsprækur í skólann á morgunn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.