Florida kafli 5 síðustu dagar og heimferð

Laugardagur 8. nóvember - síðasti dagurinn í Paradís

Við kveðjum Orlando í sól og blíðu. Ótrúlegt að þessar 3 vikur séu liðnar

Fyrir ykkur sem nennið ekki að lesa alla langlokuna sem við höfum skrifað hvað hefur verið gert  þessa rúmlega 20 daga þá var þetta svona í hnotskurn:

  • 3x í golf á Ventura völlinn hér á svæðinu
  • 6x á hafnaboltaæfingasvæðið
  • 4 x í vatnagarða Typhoon og Blizzard
  • 2 x á Chukee Cheese leiktækja staðinn
  • 2 x fengum við gesti í heimsókn sem gistu Stínu frænku og Werner og svo Skúla Geir vin pabba og fjölskyldu
  • 1 x í minigolf
  • 1x í Universal garðinn
  • 1x Downtown Disney
  • 1x Halloween hátíð
  • 9x út að borða á hina ýmsu veitingastaði
  • Mörgum sinnum út að hlaupa, læra og í búðir

Í dag klárum við að pakka niður og svo er farið út á flugvöll þar sem við bíðum í tæpa 3 klst. Ferðin heim gengur bara vel. Ég sofna ekkert og við fáum ekki aukasæti fyrir Hannes Ágúst en hann er samt voða góður. Hjörtur Björn sofnar um leið og flugvélin fer upp í loftið eins og síðast og sefur í rúma 2 klst. Núna er hætt að bjóða upp á mat í flugvélinni. Allt tengist það þessari kreppu sem geysar á Íslandi. Það er samt boðið upp á krakkamat og svo er hægt að kaupa samlokur. Horfi á Indiana Jones 4 á leiðinni heim og líka Meet Dave sem ég hafði séð áður. Er glaðvakandi og sofna ekkert flugið heim tekur bara rúma 6 klst sem er næstum 2 tímum styttra en á leiðinni út.

 

Föstudagur 7. nóvember

Aftur sól og blíða í dag. Vakna um kl 9 og fer beint út að hlaupa með mömmu. Svo förum við að pakka saman til að fara síðasta sinn í vatnagarð. Við keyptum nú ársmiða.

Ætluðum að fara aftur í Typhoon garðinn með öldulauginni en þar var aftur lokað þannig við förum í Blizzard. Nú er mikið hlýrra og færra fólk en síðast þannig við njótum dagsins vel og erum þarna í 6 klst. Fyrst byrjum við pabbi og Hjörtur Björn að fara í bátarennibrautina sem við fórum í síðast. Hirti Birni finnst það svo gaman að við förum 3x og það eru sko skriljón tröppur upp. Fáum okkur að borða kalkúnalegg sem er svo gott. Eftir mat förum við mamma í skíðalyftuna sem ber okkur upp. Blizzard er skíðaþema þannig að þessvegna eru skíðalyftur. Fyrsta skipti sem við förum í skíðalyftu og þá erum við bara á sundfötunum. Þetta er mjög gaman og maður sér vel yfir. Næst fer ég í svona tæki að maður tekur í handfang og hangir í því meðan maður er dregin yfir sundlaug þar sem maður endar á því að detta niður. Svona eins og minni skíðalyfta þetta var líka mjög skemmtilegt.  Við erum með bekki við barnasvæðið þar sem við erum síðan með Hirtir Birni.  Hann eignast breskan vin í rennibrautunum og fattar ekkert að þeir tali ekki sama tungumál.  Næst förum við svo í öldusundlaugina í þessum garði þar sem maður liggur á stórum kút og lætur öldurnar bera sig. Við mamma losum okkur svo við Hjört Björn til pabba og förum í rennibrautir þar sem maður liggur á maganum á dýni. Ég var eitthvað aðeins að misskilja þetta fyrst og settist bara á dýnuna þennig ég fór ekki hratt en fórum svo nokkrum sinnum aftur og þá kom þetta rétt. Tökum okkur líka siglingu í lazy river og förum saman í kútabraut. Eins og ég var ekki nógu ánægður með þennan garð síðast þá er hann mjög skemmtilegur.  Pökkum svo saman og komum við í Florida Mall. Siðasta verslunarferðin og ég fer aftur í M&M world þar sem við hittum lifandi gulan M&M kall. Við pabbi kaupum líka loð-orma af gangasölumanni sem er eins og hann sé lifandi sé rétt farið með. Tökum svo síðustu Walmart ferðina og loks heim eftir langan dag. Eldum heima í kvöld þar sem verið er a klára úr ísskápnum.

 

Fimmtudagur 6. nóvember

Í dag hefði Ágústa amma mín í Úthlíð orðið 71 árs. Að venju heldur afi í Úthlíð mikla hátíð af því tilefni og ætlar núna að vígja listaverk við kirkjuna. Við missum af afmælismessunni að þessu sinni en sendum góðar kveðjur heim.

Það virðast nú ekki margir vera að lesa bloggið okkar að þessu sinni greinilega skemmtilegra að fylgjast með kreppufréttunum heima. Látum það ekki á okkur fá og ætlurm að halda blogginu áfram.  Nú styttist ansi mikið í heimferð og ég er farinn að hlakka til. Reyndar er ég sennilega sá eini í fjölskyldunni sem hlakkar til að fara heim því mömmu og pabba langar ekkert. Held reyndar að Hjört Björn hlakki til að koma heim og að geta farið í heimsókn til ömmu.

Höfum rólegan letidag sleppum meira að segja að hlaupa. Ég sef til kl. 12 en þá er ég vakinn en þá er klukkan orðin 17 á Íslandi. Úff það verður erfitt að snúa deginum við.

Við erum svo bara heima við úti í sólbaði eða boltaleik og flúið svo inn ef hitinn var orðinn of mikill.  Loksins komin sól aftur og 27 stiga hiti sem við ætlum að nýta vel þessa síðustu dagana.  Förum á leiksvæðið og svo í sundlaugina við klúbbhúsið. Gott að henda sér í kalda laugina þegar manni er orðið sjóðheitt. Förum svo út að keyra seinni partinn og förum aftur í Barnes&Noble bókabúðina þar sem ég keypti mér aðra Star Wars límmiðabók risastóra svo nú hef nóg að gera í flugvélinni á leiðinni heim. Förum líka í Old Navy erum lengi þar svo ég er alveg orðinn glorhungraður. Eftir þetta förum við að borða á Olive Garden. Þar smakka ég krækling hjá pabba í fyrsta sinn og finnst það alveg frábær matur. Sjálfur fékk ég mér hakk og spaghetti. Erum mjög lengi á leiðinni heim þar sem það er verið að vinna svo mikið í veginum á leiðinni heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Tómas Hjartarson
Sigurður Tómas Hjartarson
Siggi Tommi er Hafnfirðingur heldur með Liverpool, æfir fótbolta með FH, golfari og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband