Florida kafli 4 - Universal og forsetakosningar

Miðvikudagur 5. nóvember

Þá erum við komin með nýjan forseta hér í USA og fréttirnar fullar af fréttum af Obama og fjölskyldu. Mikið er talað um að hann hafi lofað stelpunum sínum hvolpi ef hann færi í Hvíta húsið sem hann ætlar að standa við. Allir voða spenntir að fá lítinn hvolp í Hvíta húsið. Talað við gamlar svartar skruggur í sjónvarpinu  sem gráta af gleði yfir því að það sé kominn svartur maður við stjórnina. Fínn dagur hjá okkur í dag. Búið að spá mjög góðu veðri en því miður nær ekki himininn að losa sig við skýjahuluna sem var líka í gær. Okkur langar að fá smá sól svona áður en við förum í myrkrið heima. Vakna um 10 og fer beint út að hlaupa með mömmu settum met hvað við vorum fljót þessa 3 km og svo hélt mamma áfram og hljóp 5 km.

Við fórum svo á rúntinn keyrðum mömmu í búðir með Hannes og svo fórum við pabbi og Hjörtur Björn í stærstu bókabúðakeðju í heimi sem heitir „Barnes and Nobles“. Mamma sagði mér að við höfðum farið mjög oft í þessa búð þegar við bjuggum í Charleston SC því þær eru yfirleitt með skemmtilegt barnahorn. Inn í þeim er líka Starbucks kaffihús þar sem ég fékk mér Montain Dew og ristastóra cookie eins og það kallast hér. Við kíktum síðan á bækur og ég keypti mér Star Wars límmiðabók mjög skemmtilega. Hjörtur Björn fékk eina bók og  2 límmiðabækur, eina risaeðlulímmiðabók að sjálfsögðu. Svo náðum við í mömmu sem hafði misst það búðunum. Við drifum okkur heim þar sem við pabbi áttum pantaðan rástíma á golfvöllinn kl. 15. Við spiluðum 18 holur og með okkur var 15 ára íslenskur strákur (Gunni) sem er hér á svæðinu algjör snillingur í golfi með 9 í forgjöf og hann er örvhentur.  Við vorum bara á einum bíl þar sem hvorki ég né strákurinn máttum keyra.

Pabbi gleymdi að tíminn hafði breyst þannig það er of seint að byrja spila 18 holur kl. 15 þar sem það er núna farið að dimma svo mikið upp úr kl 18. Við spiluðum því bara 16 holur. Mér gekk mjög vel fyrri 9 holurnar en svo missti ég einbeitinguna í seinni hlutanum.  Strákurinn sem heitir Gunnar malaði okkur pabba og fór eiginlega alltaf á pari. Það verður gaman að vera svona góður í golfi einhvern tíma.

Hannes er farinn að borða graut og fær núna 2 skammta, kvölds og morgna.

Svo var bara kvöldmatur og rólegheit við sjónvarpið og tölvuna um kvöldið.

Þriðjudagur 4. nóvember – kosningadagur og Universal

Í dag kosningadagur hér í USA þar sem kosið er á milli Obama og Macain.  Það er skýjað og ekki nærri eins hlýtt og í gær. Áætlun okkar um að fara saman í vatnagarð rann því út um þúfur. Svolítið leiðinlegt þar sem það hefði verið gaman að vera með einhverjum þar. Gestirnir borða morgunnmat og fara svo en þau eru að fara til Íslands á morgunn. Við ákveðum að fara í Universal garðinn http://www.universalorlando.com/.  Universal er svona garður svipaður og Disney garðar en þarna er meira kvikmyndaþema. Ég hef ekki farið í þennan garð en mamma og pabbi fóru þarna á síðustu öld í mars 1999 þegar pabbi var úti og mamma kom í heimsókn.  Leggjum af stað um kl 12.  Byrjum á að fara nýrri hluta garðsins sem heitir Island of Adventure. Það er fullt af tívolítækjum. Brjálaðasti rússíbani sem ég hef séð og heitir Hulk rússíbani. Pabbi skellti sér í hann en ég lét þetta vera. Við byrjuðum á að fara í svona Spiderman 3 víddar rússíbana sem var nokkuð svakalegur. Ég pabbi og Hjörtur Björn fórum í hann á meðan mamma var úti með Hannes. Byggingar þarna eru svo ótrúlegar að það er eins og maður fari inn í einhvern ævintýraheim sem er mismunandi milli kvikmyndaþema. Næsta stopp var í Jurasic Park risaeðluheimi. Við vorum nokkuð heppni með dag hvort sem það var út af kosningunum eða hvað þá óvenju rólegt sagði starfsfólk og mjög litlar eða engar biðaraðir.  En þegar Hjörtur Björn er kominn svona nálægt risaeðlum verður hann hálf hræddur við risaeðlur. Við mamma fórum saman í tæki þar sem var algjör snilld. Siglum á bát á milli risaeðla sem meira segja hreyfa sig aðeins. Síðan er búið til eins og risaeðlunar hafi tekið yfir og lagt og skemmt bygginguna sem við vorum í og báturinn breytist í rússíbana sem allt í einu steypist niður risastóra byggingu. Ótrúlega skemmtilegt þannig ég fer aftur með pabba þegar þetta klárast.  Síðan förum við inn í barnaland eins það er í bókinni Kötturinn m höttinn og Kötturinn með höttum ræður ríkjum. Þarna biðum við of lengi í eina lest sem var síðan ekkert  sérstök að mínu mat en gaman fyrir Hjört Björn. Förum síðan í aðra svona braut sem fer í gegnum heilt ævintýri. Vorum aðeins of lengi í þessum garði þannig að tíminn flaug framhjá okkur. Þó við tækjum enga pásu þá vantaði okkur 2-3 tíma til að nýta allan garðinn. Fórum í Shrek  4D bíó sem var mjög skemmtilegt og Simpson sýndarveruleika rússíbana. Görðunum lokaði kl. 18 þannig það hefði alveg verið hægt að eyða meiri tíma þarna. Verð samt að viðurkenna að við vorum orðin mjög þreytt og svöng. Mömmu leið eins og hún  hefði hlaupið maraþon. Mér fannst þetta alveg frábær dagur og þau tæki sem mér fannst skemmtilegust voru Simpson rússíbaninn sem kom bara í vor og risaeðlubrautin en allt hitt var líka mjög skemmtilegt. Svo voru kvikmynda fígúrur út um allt og ég lét taka myndir af mér með þeim.  Þá ætluðum við að fara út að borða en þessir staðir þarna við Universal vildu ekkert fá fólk með 2 barnakerru inn á staðina sína þannig það endaði með því að við fórum á KFC á leiðinni heim og borðuðum heima. Eigendur hússins koma svo til okkar í kvöld þar sem þau eru að sækja bílinn sinn en þau eiga 2 önnur hús á Eagle Creek þar sem þau dvelja.

Vá hvað allir eru þreyttir i kvöld en horfum á kosningasjónvarpið sem ég hélt ég þyrfti að vaka yfir i alla nótt. En um kl. 23 var Obama kominn með þann fjölda þingmanna sem til þarf til að ná meirihluta. Allt brjálað af gleði  og von um breytingar.

Ég er náttúrulega mjög ánægður með Obama minn að hafa rúllað þessu svona upp.

Erum vitni af sögulegri stund þegar hann ávarpar þjóðina og allan heiminn eftir að ljóst er að hann hefur sigrað.
 

Mánudagur 4. nóvember

Mjög heitt og rakt úti alveg 30 gráður og sólin skýst fram annað slagið. Við mamma förum út að hlaupa um morguninn og það er svakalegt núna í þessum hita. Erum svo heima í rólegheitum en skjótumst að kaupa í matinn í Publix og fáum okkur að borða á mjög sveittum pizzustað í leiðinni. Þar var allavega hægt að setjast niður. Hannes Ágúst fær graut í fyrsta skipti í dag og er bara mjög sáttur við það. Hann borðar alveg slatta en ég hafði víst bara borðað 2-3 skeiðar í fyrstu skiptin.Við pabbi tökum lærdómsskurk sitjum úti með vifturnar yfir borðinu þar í gangi því það er svo heitt. Svo koma Skúli Geir (vinur pabba) og Ingibjörg kona hans í heimsókn til okkar með sín 3 börn. Þau eru akkúrat stödd í Florida á sama tíma við og við búnir tala um það að hittast. Sitjum úti í rólegheitunum og grillum svo um kvöldið. Aldís sú elsta er yfir sig hrifin af Hannesi og heldur á honum.  Næst er strákur sem er 9 ár og heitir Óðinn. Við náum strax saman og leikum okkur með byssur sem hann kom með. Hann er í 4. bekk í skólanum hennar ömmu, Snælandsskóla. Og svo eru þau með eina 2 ára stelpu sem passar með Hirti Birni. Við pabbi ásamt Skúla og Óðni förum á hafnaboltaæfingasvæðið og sýnum þeim hvernig það virkar. Svo er grillað, borðað og svo spilum við nýja spilið okkar. Það er mjög skemmtilegt og við borðum mikið af nammi enda eigum við mikið eftir frá Halloween. Þau ákveða að gista hjá okkur sem er skemmtilegt og við Óðinn vökum til kl 2. um nóttina
 

Sunnudagur 2. nóvember

Skýjað og gengur á með skúrum í dag. Ég fer út að hlaupa með pabba og svo tökum við smá skóla. Eftir hádegi förum við út að keyra mamma kíkir aðeins í Outletin hér með Hannes á meðan við pabbi og Hjörtur Björn förum aftur á „Chuck E Cheese“ staðinn. Nú var alvega rosalega margt fólk þarna inni og mörg tæki biluð þannig við vorum bara rétt klukkutíma. Fórum þá í mjög flott Minigolf sem var í svona sjóræningjaþema. Pabbi vann okkur en Hjörtur Björn notaði mjög fyndna aðferð. Sló upphafshögg og færði svo kúluna bara ofan í holuna. Hittum mömmu í Nike búðinni í Outletunum og ég fékk nýja skó og nýja takkaskó. Alltaf jafn heppinn.  Kaupum Taco Bell í matinn á leiðinni heim ummhhh svo gott. Svo bara rólegt í kvöld.


Laugardagur 1. nóvember

Sofum nú bara út í dag og erum löt. Í dag er Hannes Ágúst 4 mánaða. Ótrúlegt og mér finnst eins og hann hafi alltaf verið með okkur.  Við pabbi horfum svo á leikinn Liverpool – Tottenham sem fór nú ekki nógu vel fyrir mínum mönnum eða 2-1 fyrir Tottenham. Við feðgar erum svekktir eftir þetta svo það er ákveðið að fara út að keyra til að hressa okkur við. Það er skýjað í dag og rigning annað slagið. Það er því best að fara í Florida Mall. Mamma fer ein að labba með Hannes á meðan við pabbi og Hjörtur Björn löbbum um í rólegheitum. Förum í frábæra búð sem heitir „M&M World“. Þetta var risastór búð með allskonar M&M-um í öllum litum. Við Hjörtur Björn fáum M&M glös, rör og veljum okkur M&M í öðruvísi litum. Mig langar sko að fara þarna aftur. Svona eiga búðir að vera. Mikið af fólki í mallinu enda algengt að fólk eyði helgunum í mallum það er svona stemmingin hér. Eftir mall ferðina förum við á „Outback Steakhouse“ sem er áströlsk veitingahúsakeðja. Mjög góður matur sem byrjar á rosalega góðu rúgbrauði. Svo kemur kona á borðið sem blæs upp blöðrur og býr til sverð eða eitthvað annað. Við veljum að sjálfsögðu sverð. Göbbum mömmu rosalega sem heldur að það sé verið að taka af henni mynd en þá er pabbi að taka video. Hún segir risaeðla aftur og aftur mjög fyndið.  Förum svo heim og horfum á sjónvarpið í kvöld. SNL – spaugstofuna hér í USA.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Tómas Hjartarson
Sigurður Tómas Hjartarson
Siggi Tommi er Hafnfirðingur heldur með Liverpool, æfir fótbolta með FH, golfari og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband