23.10.2008 | 21:30
Florida
Miðvikudagur 22. október
Vaknað snemma að venju. Ákveðum að fara aftur í vatnagarðinn í dag þar sem það er spáð rigningu á morgunn og fram á helgi. Eru mætt í garðinn rétt fyrir kl. 10 en þá opnar hann. Ekki þau einu sem lesa veðurspána þannig það var sko fuuullt af fólki en betra að fá bekki og svona heldur en síðast. Við pabbi förum beint í öldurnar og prufum að synda með þeim og fara beint á móti. Ég næ að plata mömmu í brjáluðu rennibrautina og hún öskraði alveg svakalega en fannst samt gaman. Við borðum nesti og liggjum í sólinni auk þess að fara í hin og þessi tæki. Við pabbi finnum vatnsrússibana sem er alveg svakalega skemmtilegur og ég þarf að fara í hann aftur. Eftir tæpa 4 klst förum við heim og þá er sko komið alveg svakalega mikið af fólki. Komum við á Taco Bell á leðinni heim og svo förum við pabbi beint að horfa á Liverpool leikinn í meistaradeildinni þar sem mínir menn gerðu jafntefli. Allir hálf þreyttir eftir svona sundlaugagarða ferð og notalegt að hvíla sig bara heima. Við mamma skellum okkur samt út að hlaupa þarna um 6 leytið og ég finn hvað þolið eykst. Gaman af því. Ég hef líka tekið soldinn lit í dag komin með far sem ég er mjög ánægður með. Eldum Lasagne í kvöldmat með hvítlauksbrauði og borðum úti eins og í gær. Mjög góður hiti og gaman að heyra í engisprettunum.
Spilum aðeins nýja spilið aftur og nú fyrir Hjört Björn sem kallar það Valla spilið þar sem það líkist Vallabókunum þar sem leitað er af Valla.
Þriðjudagur 21. október
Rólegheitardagur heima. Við pabbi byrjum á því að fara út að hlaupa og svo tekur skólinn við þar sem pabbi er bæði kennarinn og skólastjórinn. Erum mjög duglegir og lærum í 4 klst með smá pásu þegar við horfum á nýja þáttinn í Dagvaktinni. Eftir skóla förum við á rúntinn þar sem okkur er farið að vanta vistir. Förum bæði í Walmart og Publix sem er matvörubúð. Ég kaupi mér nýjan ruby bolta í Walmart. Við tókum einn bolta með út og við pabbi erum búnir að vera kasta honum á milli þannig hann er bara að verða ónýtur.
Við pabbi förum líka á Hafnabolta æfingasvæði og það er alveg geeeðveikt. Soldið svipað og golf æfingasvæði nema maður er með hjálm, og hafnaboltakylfu og síðan er boltum kastað til manns. Pabbi er alveg viss um að ég hafi búið í USA í fyrra lífi þar sem ég elska bæði ruby og hafnabolta. Grillum kjúlla í kvöld og borðum úti. Nágranni okkar, Kristján sem er hér einn í skotferð kemur yfir til okkar. Mamma og pabbi sitja og tala ivð hann heillengi. Við keyptum nýtt spil í Walmart Pitctureeka sem byggir soldið á því sama og Valla bækurnar þe. að leita af einhverju. Eftir að gesturinn er farinn förum við í spilið og það er mjög skemmtilegt en mamma vinnur það,
Mánudagur 20.október
Í dag á mamma afmæli hún er 37 ára. Við pabbi vöknum snemma og gerum amerískan morgunnmat handa henni. Amerískar pönnukökur, egg og beikon. Hjörtur Björn neitar því algjörlega að mamma eigi afmæli og vill sko ekki syngja afmælissönginn fyrir hana.
Eftir brönsinn förum við mamma út að skokka út að kúbbhúsi og til baka sem eru samkvæmt mömmu úri 3 km. Í dag ætlum við svo að dekra við mömmu og leyfa henni að gera það sem hana langar til.
Veðrið er dásamlegt að vanda sól og 28 stiga hiti. Mömmu langar að fara í vatnagarðinn sem við fórum í síðast. Okkar plan var síðan að leyfa henni að sleppa sér í búðum sem hún vill gera síðar og eiga inni. Komin í vatnagarðin Typhoon um hádegi og margt fólk. Rándýrt í þessa garða og ef við ætlum að fara aftur sem við ætlum að gera er ódýrast að kaupa árspassa fyrir okkur 3. Hjörtur Björn og Hannes Ágúst fá frítt. Ákveðið að þetta sé afmælisgjöfin hennar mömmu frá Dísu frænku sem gaf mömmu dollara. Ég nátturlega mjög ánægður með þesa gjöf. Í garðinum er einskonar strönd með sandi og gervisjór þar sem skella á svakalegar öldur á 10-15 mín fresti. Það eru sko alvöru öldur sem kasta manni áfram alvag ótrúlega skemmtilegt. Við pabbi og Hjörtur Björn förum líka í svokallaða lazy river þar sem við líðum áfram á kútum í straumi. Svo fór í líka í fullt af rennibrautum og ein alveg brjáluð þar sem maður dettur bara beint niður rör. Pabbi þorði ekki með mér í þá braut vá sá missti af miklu. Fer með mömmu í öldurnar sem er geðveikt. Fáum okkur að borða reykt kalkúnalæri sem minna á jólamatinn eða allavega bayonskinku. Hirti Birni finnst þetta alveg frábært og borðar alveg fullt. Svo kaupum við svona krús sem við megum fylla af gosi eins oft og við viljum þennan dag. Frábær garður sem við komum fljótlega aftur í. Á leiðinni heim kaupum við afmælisgjöf handa mömmu í Outletinu, Nike belti með vatnsbrúsum sem hlauparar nota og sérstaka hlaupahanska.
Um kvöldið förum við svo út að borða á veitingastað sem mamma valdi The Cheescake Factory. Mamma og pabbi fá sér kjúklingaretti en við Hjörtur Björn hamborgara hef reyndar fengið þá betri. Í eftirrétt fengum við okkur Oreo ostaköku sem var mjög góð og svo massív að við 4 gátum ekki klárað hana. Sofnum öll í bílnum á leiðnni heim nema pabbi sem sat við stýrið
Sunnudagur 19. okt
Vaknað snemma að venju. Það er aðeins kaldara í dag sem betur fer um 27 gráður. Við pabbi förum út að skokka hér á svæðinu og ætlum að vera duglegir að gera það. Mamma beið með morgunnmatinn beyglur í eggi. Um hádegi förum við svo á rúntinn og stefnan tekin á Downtown Disney sem er svæði sem er einskonar miðbær með fullt af Disney búðum og veitingastöðum. Ég elskaði það svæði þegar við vorum hér síðast. Vorum lengi að fá bílastæði þar sem við vorum ekki þau einu sem datt í hug að fara Downtown Disney. Löbbum um svæðið, og skoðum allan skemmtilega varninginn í búðunum. Ég kaupi mér Guffa hatt og Hirti Birni langar í allt. Hann finnur svo uppáhaldið sitt Bólsaljósár sparibauk sem hann kallar Bósa hús. Svo fékk hann líka Bósa síma sem er líka plat myndavélasími en hann heldur að þetta sé allt að virka og tekur og tekur myndir.
Við förum líka í gamaldags hringekju aðallega fyrir Hjört Björn. En það skemmtilegasta á þessu svæði er gosbrunnur þar sem að vatnið kemur upp úr mismunandi götum á mismunandi tíma svo maður veit aldrei hvort maður muni blotna. Nú vorum við vel undirbúin. Við bræðurnir fóðrum í sundbuxur og vorum með handklæði sem við gátum þurrkað okkur í á eftir. Þetta var sko skemmtilegt alveg eins og í endurminningunni þegar ég var þarna með Sigurgeir frænda mínum fyrir 4 árum. Að lokum fengum við okkur að borða á nýjum stað sem er risaeðlustaður sem heitir T-Rex. Búinn til risaeðluheimur með fullt af risaeðlum og íslhelli og svo fer allt af stað á 10 mín fresti þannig að eðlurnar hreyfa sig og öskra. Hjörtur Björn er með mikið risaeðluæði en hann var hálf hræddur fyrst þegar eðlurnar gerðu sig líklegar til að hlaupa af stað. Hann jafnaði sig svo þegar hann sá að þær fóru ekki af stað. Við þurftum að bíða í 40 mínútur til að komast að á þessum stað. Spjölluðum við gamla konu sem fékk saltstöng hjá okkur meðan við biðum og hún gaf brjóstsykur í staðin. Held hún hafi ekkert vitað hvar eða hvað Ísland var þar sem það tók okkur bara 8 klst að fljúga hingað en sagði að sonur sinn hefði farið til Europe og það tók 17 klst. Kanski bara gott að hún vissi ekki um bankakrísuna á Íslandi og vesenið þar. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur af flugvellinum vissi allt um það að Ísland væri að verða gjaldþrota sem við reyndum nú að leiðrétta. Eftir matinn í risaeðluheimi fórum við heim. Komum við í búð og keyptum sushi til að taka með heim. Vorum svo bara í rólegheitum heima í kvöld að horfa á sjónvarpið og svona.
Laugardagur 18. okt
Þrátt fyrir lítinn svefn í gær vöknuðum við snemma á USA tíma. Bíllinn sem við erum með í láni var þá kominn fyrir utan húsið. Dodge Caravan 7 manna bíll með rennihurð alveg eins og sá sem við áttum þegar við bjuggum í USA nema þessi er blár. Dagurinn fór að mestu í að taka upp úr töskum og koma sér fyrir. Það er svakalega heitt 33 gráður og rakt. Svo eru húsin, verslanir og veitingastaðir mikið loftkælt þannig að mismunurinn er mikill. Fórum í hefðbundna Walmart ferð þar sem allt fæst og náðum að birgja okkur upp. Eftir það fórum við á einn uppáhalds veitingastað mömmu og pabba, Applebees. Vá hvað það var góður matur þar. Pöntuðum forrétt fyrir okkur öll en þjóninn gleymdi því þannig að hann kom í eftirrétt á þeirra kostnað. Vorum þá svo södd að við gátum varla borðað meir. Þegar við komum heim fórum við Hjörtur Björn í göngutúr með mömmu á leikvöllinn hér sem er skemmtilegur. Vorum lengi að finna þetta og enduðum á því að labba á golfvellinum þar sem bílarnir keyra. Það má síðan Alls ekki svo það kom vörður og sagði okkur að drífa okkur af veginum. Sáum líka nokkra íkorna á svæðinu og líka kanínur sem hlupu frjálsar um. Hjörtur Björn var að fíla þennan leikvöll svo við eigum örugglega eftir að fara oft á hann. Erum enn á íslenskum tíma þannig við sofnuðum snemma í sófunum. Hannes Ágúst er voða góður eins og venjulega og bara sefur, drekkur og brosar.
Föstudagur 17. okt
Þá er dagurinn runninn upp. Við förum í dag til Orlando á Florida. Við lögðum af stað frá Hafnarfirði kl 14:30 föstudaginn 17. okt. Flugið var frekar langt 8 klst en gekk samt ótrúlega vel hjá allri stórfjölskyldunni. Það er komið nýtt kerfi í flugvélarnar þannig að hver og einn hefur sinn sjónvarpsskjá með aðgengi í fullt af myndum, þáttum og tölvuleikjum. Algjör snilld og stytti ferðina mikið enda sofnaði ég ekki neitt. Við höfðum heila sætaröð fyrir okkur sem var líka þægilegt. Við lentum í Florida kl. 21:30 á USA tíma en þá var klukkan 1:30 um nótt á Íslandi og samt var svakalega heitt. Fórum í stóran gamlan leigubíl þar sem við bræðurnir duttum út af.
Húsið okkar er á Ventura svæðinu. Fullt af húsum í kringum voða fínan golfvöll.
Þetta er glæsihús. 3 stór svefnherbergi, 2 stofur og eldhús. Við fjölskyldan sofum öll saman í einu herbergi þar sem við settum 2 hjónarúm saman. Það er sko toppurinn.
Að sjálfsögðu eru sjónvörp í öllum herbergjum og sjónvarpið í stofunni er huge.
Fyrir utan er stór verönd sem er með yfirbyggðu flugnaneti. Við erum alveg við 2. teig á golfvellinum þannig það er eins gott að við séum ekki að öskra og æpa þegar menn eru að slá. Hér á sko eftir að fara vel um okkur næstu 3 vikurnar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl verið þið öll!
Mikið er gaman að fylgjast með æfintýrum ykkar í Ameríku.
Hjá okkur er barasta allt í besta lagi og við bara hress. Förum austur á laugardaginn kemur.
Njótið sólarinnar,
ykkar Dísa og Unnar
Dísa (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.