Kaupþingsmót í knattspyrnu

22. júní.

Orðið langt frá síðasta bloggi en nú er tilefni til.  Var að koma heima frá æðislega skemmtilegu fótboltamóti upp á Akranesi með 7. flokki FH.
Veðrið var frábært og liðinu okkar (C2) ásamt reyndar öllum FH liðunum gekk mjög vel.
Við byrjuðum á því að vinna 2 leiki á föstudaginn (og tapa einum) en ég skoraði tvær "þrennur".
Svo kepptum við 4 leiki á laugardaginn, tvo sem unnust (3 mörk og 4 mörk frá mér), eitt tap og svo jafntefli við annað FH lið í æsispennandi leik.
Í dag, unnum við svo Leikni örugglega og tryggðum okkur 2. sætið í riðlinum en svo fengum við FH-ingar "Háttvísiverðlaun KSÍ"!
Sem sagt mikið fjör og mjög gaman en liðið gisti í saman í Grundarskóla.  Sérstaklega skemmtilegur hópur sem ég er í en þar eru nokkrir tilvonandi bekkjarfélagar mínir.  Það verður öflugur fótboltabekkur hjá okkur í vetur ;)

Ætla ekki að skrifa meira að sinni, enda hægt að lesa allt um mótið á heimasíðunni okkar í FH:  http://fh7.blogcentral.is/

Pabbi tók yfir 400 myndir á mótinu og læt ég "slatta ef þeim" fylgja með þessarri færslu, smellið á "Myndaalbúm" (vinstra megin) til að komast í þau.
Hlakka til næstu æfingar.

Kv. Siggi Tommi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Tómas Hjartarson
Sigurður Tómas Hjartarson
Siggi Tommi er Hafnfirðingur heldur með Liverpool, æfir fótbolta með FH, golfari og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband