22.6.2008 | 22:40
Kaupþingsmót í knattspyrnu
22. júní.
Orðið langt frá síðasta bloggi en nú er tilefni til. Var að koma heima frá æðislega skemmtilegu fótboltamóti upp á Akranesi með 7. flokki FH.
Veðrið var frábært og liðinu okkar (C2) ásamt reyndar öllum FH liðunum gekk mjög vel.
Við byrjuðum á því að vinna 2 leiki á föstudaginn (og tapa einum) en ég skoraði tvær "þrennur".
Svo kepptum við 4 leiki á laugardaginn, tvo sem unnust (3 mörk og 4 mörk frá mér), eitt tap og svo jafntefli við annað FH lið í æsispennandi leik.
Í dag, unnum við svo Leikni örugglega og tryggðum okkur 2. sætið í riðlinum en svo fengum við FH-ingar "Háttvísiverðlaun KSÍ"!
Sem sagt mikið fjör og mjög gaman en liðið gisti í saman í Grundarskóla. Sérstaklega skemmtilegur hópur sem ég er í en þar eru nokkrir tilvonandi bekkjarfélagar mínir. Það verður öflugur fótboltabekkur hjá okkur í vetur ;)
Ætla ekki að skrifa meira að sinni, enda hægt að lesa allt um mótið á heimasíðunni okkar í FH: http://fh7.blogcentral.is/
Pabbi tók yfir 400 myndir á mótinu og læt ég "slatta ef þeim" fylgja með þessarri færslu, smellið á "Myndaalbúm" (vinstra megin) til að komast í þau.
Hlakka til næstu æfingar.
Kv. Siggi Tommi
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.