15.4.2008 | 22:18
Hvatningarverðlaun forsetans
15. april
Forseti Íslands er í opinberri heimsókn í Skagafirði. Að því tilefni fékk Sigurgeir Ólafsson frændi minn ásamt 12 öðrum krökkum hvatningarverðlaun frá honum að vera svona frábær og klár. Á visi.is stendur þetta:
"Sigurgeir Ólafsson, 15 ára, Kálfsstöðum í Hjaltadal.
Hann er framúrskarandi nemandi sem sýnir sjálfstæði og ábyrgð, hvort heldur í íþróttum eða bóklegu og hefðbundnu námi."
Glæsilegt hjá honum og ég er mjög stoltur af honum Sigurgeir. Og líka af Bjössa frænda sem sækir okkur bræðurna í gæslu í dag þar sem mamma er að vinna og pabbi ekki heima. Annars allt við það sama hjá mér meiði mig aðeins í fætinum í dag og fer til hjúkrunarkonunnar en lagast þegar líður á daginn. Pabbi fer til Florida í dag. Ekkert smá heppinn nýkominn úr sól og sumaryl og fer núna aftur í sólina. Honum er boðið út en mér þykir líklegt að hann fari eitthvað í golf. Hann kemur svo aftur heim á sunnudag kanski með eitthvað sniðugt frá USA. Hjörtur Björn kúkar svakalega hjá okkur Bjössa en við reddum því eins og öðru.
Höfum pizzu í kvöldmat og svo er bara lært og horft á skólahreysti og Simpsons
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.