13.4.2008 | 22:29
Kominn heim
Þá bloggar maður loksins aftur eftir að við komum heim.
Það var voða gott að koma heim. Amma og afi í Kópavog buðu okkur í mat kvöldið sem við komum og Liverpool vann Arsenel 4-2. Hvað er hægt að hafa það betra?
Miðvikudagur 9. april
Veðurguðirnir ákváðu að láta snjóa í tilefni heimkomunnar svo það var ansi kalt að vaða snjóinn fyrsta skóladaginn. Gaman að koma aftur í skólann fara á fótboltaæfingu og þetta venjulega.
Eftir fótboltaæfingu á miðvikudaginn voru vinir mínir Kristján og Steinar hjá mér í mat.
Fimmtudagur 10. april
Ég fer heim með Steinari eftir skóla og svo fórum við á sundæfingu. Um kvöldið komu svo Dísa, Unnar og Valgeir í heimsókn.
Föstudagur 11. april
Ég var með vinahóp í dag. Kristján, Hugrún, Laufey og Ragnheiður komu til mín í vinahóp. Við fórum í pottinn, í leiki, grilluðum og höfðum gaman. Set myndirnar af því seinna inn. En svo fóru mamma og pabbi líka í 3D sónar í morgunn þar sem maður sér alvöru myndir af litla bróður sem er enn í maganum má mömmu. Alveg magnað. Horfi á Bandið hans Bubba í kvöld með pabba og HB og svo kemur líka Oddsteinn vinur pabba. Mamma fór út að borða með vinkonum sínum.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.