8.4.2008 | 09:47
Ferðalok
Grenjandi rigning í dag. Förum í okkar síðasta morgunnmat í dag og svo aðeins í leikherbergið. Förum út á flugvöll um hádegi og eigum að fljúga kl 15:30 á spönskum tíma eða 13:30 að íslenskum tíma. Dagurinn í dag fer bara í ferðalag og verður strembinn. Hlakka til að koma heim og hitta ykkur öll og fara í skólann.
Ætla nú að halda áfram að blogga eitthvað þó það verði ekki daglega. Svo eigum við eftir að setja inn síðustu myndirnar frá Spáni. Svo haldið áfram að kíkja á þetta.
7. apríl - mánudagurJæja, þá er síðasti heili dagurinn okkar hér á Spáni runninn upp og einhverra hluta vegna ákváðu veðurguðirnr að hafa rigningu þennan dag þegar við ætluðum að njóta sólarinnar eins og hægt er. Í dag er líka síðasti golfdagurinn og að því tilefni er mót hjá golfhópnum sem pabbi keppir í. Hann lendir í leiðinda veðri og er kaldur og blautur þegar hann kemur til baka. Þokkalega ánægður með skorið sitt sem er 33 punktar. En við ákveðum að sleppa par 3 vellinum í dag vegna veðurs. Við bræður og mamma förum í morgunnmatinn. Hjörtur Björn gerir sig lítið fyrir og sest við borðið við hliðina á okkur meðan mamma er að finna til morgunnmat. Þar er búið að setja djús á borðið sem hann telur að sjálfsögðu að sé handa sér. Sjálfsbjargarviðleitni og endalaus sjálfstæðisbarátta hjá drengnum.
Förum svo í innileikherbergið á eftir. Hirti Birni finnst það mjög skemmtilegt.
Erum bara inn á herbergi í dag að horfa á flakkarann, mamma að lesa og dunda okkur. Ég klára að lesa lestararbókina mína 17 bls 2x og geri svo tvöfalda orðabók þar sem ég skrifa orð úr textanum sem ég var að lesa án þess að hafa hann fyrir framan mig. Ég er mjög ánægður að hafa náð að klára bókina og gaman að geta sagt frá því þegar ég kem til baka í skólann. Um 4 leytið hleypum við hreingerningakellunum inn að þrífa og förum í bíltúr. Förum aftur í Las Dunas mallið þar sem við þurfum að kaupa okkur nýja ferðatösku. Taskan sem mamma var með á leiðinni út rifnaði í tætlur á leiðinni eða því sem næst og ekki hægt að nota hana á leiðinni heim. Keypti líka afmælisgjöf handa Kristjáni vini mínum sem hélt upp á afmælið sitt meðan ég var á Spáni. Svo fæ ég líka nýja tréliti. Fáum okkur aftur kebab sem er það besta sem ég hef fengið á Spáni. Eftir kvöldmat niðri er síðan verðlaunaafhending í golfmótinu. Pabbi fær ekki verðlaun en sennilega einn af 4-5 stigahæstu. Það varð smá slys hér í dag þegar einn golfarinn datt á kaktus svo það þurfti að fara með hann upp á næsta sjúkrahús til að ná úr flísunum. Hefur líklegast ekki verið gott. Pökkun í kvöld og afslöppun. Mamma nuddar pabba sem er aumur eftir allt golfði og sofnar hann í miðju nuddinu.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.