5.4.2008 | 20:46
Meira golf og rólegheit
Í dag er mikill rólegheitar dagur hjá okkur. Við bræður og mamma sofum út en pabbi er mættur á teig kl 8:10. Um hádegisbilið förum við HB og mamma labbandi út á klúbbhús sem er við golfvöllinn og er ca. 1-2 km héðan frá hótelinu. Þar hittum við pabba og hollið hans. Pabbi er voða glaður því hann vann meðspilarann sinn, Óla Öder og úrslitin réðust á síðustu brautinni. Við fáum okkur að borða með hollinu í klúbbhúsinu. Hjörtur Björn borðaði nú lítið og hafði meiri áhuga á ketti sem gekk á milli borða að sníkja mat. Það er mjög mikið af villiköttum hérna og þeir sjást líka víða á golfvellinum. Mikið verið að spjalla um golfið yfir matnum, hvað hver er með í forgjöf en ég er með 36 í forgjöf.
Það er ekki svo mikil sól í dag og smá vindur en ekkert kalt. Eftir matinn förum við upp á hótel þar sem við pabbi horfum á enn einn Liverpool Arsenal leikinn sem fer 1-1 eins og síðast. Þessi leikur var ekki eins mikilvægur og ég var ekki einu sinni í Liverpoolbolnum mínum. Það var Peter Crouch kom Liverpool yfir á 42. mínútu. José Reina markvörður tók langt útspark, Yossi Benayoun fékk boltann og sendi áfram á Crouch sem lék á William Gallas og skoraði með föstu skoti frá vítateig í markhornið niðri, 0:1. Glæsilegt hjá mínum mönnum og við pabbi fórum aldeilis glaðir í golf,aftur á par 3 völlinn. Óli Öder vinur pabba spilaði með okkur en sonur hans er í afrekshópnum.
Golfið gekk bara vel ég paraði eina brautina þe. fór á 3 höggum og þegar forgjöfin er tekin með þá vann ég báða kallana, pabba og Óla. Við vorum ekki komnir upp í herbergi fyrr en um kl. sex og þá höfðum við það bara gott, ég horfði á Simpsons. Mamma og Hjörtur Björn voru búin að vera upp á herbergi og hafa það gott. Hjörtur Björn svaf í 4 klst. í dag. Förum í mat um 9 leytið en fyrst komum við aðeins við í Mini Club þar sem Hjörtur Björn fær útrás í boltalandinu og dótinu þar. Mikið af Spánverjum komið á hótelið núna um helgina og þeir eru ekki að koma í mat fyrr en um 10 leytið eða þegar við erum að fara. Það kallar maður sko kvöööldmat. Það eru komnar myndir af mér í golfsveiflu inn á golfblogginu héðan frá Spáni og margir að segja það við mig hvað þetta hafi verið flott. Er að sjálfsögðu mjög ánægður með þessi comment sem hvetja mig til að æfa enn meir. Sindri Jón frændi minn á afmæli í dag er 1 árs. Sendum honum okkar bestu afmælisóskir héðan frá Spáni.
Það er bara vonandi að það fari ekki að rigna á morgunn svo maður geti tekið hring.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.