4.4.2008 | 19:56
Nú er golfið byrjað!
4. april föstudagur
Frábært veður í dag. Eftir morgunnmat förum við pabbi á par 3 völlinn sem er hér á svæðinu. Alveg frábær völlur eins og sést hér á myndunum. Ég var bara nokkuð ánægður með skorið mitt þó ég hefði ekki parað neina braut en ég fór oft á 4 höggum og átti góð drive. Síðustu 2 brautirnrar spiluðum við með 2 strákum Degi og Pétri sem eru hér að æfa í afrekshópi GO. Ég stefni á að komast í þann hóp eins fljótt og ég get.
Frábært að komast loksins í golf og nú ætla ég að reyna að fara á hverjum degi það sem eftir er. Náði líka góðri mynd af mér með Röggu Sig. golfkennara sem er ein besta golfkona landsins. Pabbi er líka að blogga um ferðina og þar er hægt að finna fleiri golfmyndir og myndir af umhverfinu hér. Slóðin hjá honum er www.spann.blogcentral.is.
Þegar við komum heim sáum við snák á bílastæðinu og pabbi var ekki lengi að bregðast við náði í pútterinn sinn og drap hann með honum. Telur hann að nú sé pútterinn orðinn hinn mesti lukkugripur. Síðan lá kvikindið bara þarna frekar ógeðslegt sjá mynd.
Eftir golfið förum við af stað í verslunarferð. Við förum ásamt Ingibjörgu konu hans Magga golfkennara tíl bæjarins Sanlúcar de Barrameda þar sem er glænýtt og risastórt "mall". Keyrum gamla sveitavegi og í gegnum lítil sveitaþorp á leiðinni þar sem tíminn hefur staðið í stað í langan tíma. Hér er mikið um vínrætarsvæði vínviðir út um allt og svo er líka verið að byggja upp hótel og leggja vegi út um allt. Vorum ca. korter á leiðinni, þá komum við í Las Dunas, glææænýtt mall, mjög flott með flottustu almennings bílastæðum sem hann pabbi minn hefur séð. Líklegt að þau séu skúruð og bónuð! Mamma missti það við að kaupa óléttuföt ég fékk líka einhver föt og svo líka nýjan leik í psp tölvuna mína, frábæran snjóbrettaleik sem ég leik mér að í kvöld. Fengum okkur svo að borða Kebab í mallinu sem mér leist ekkert á en svo var það rosa gott. Birgjum okkur svo upp af drykkjum í supermarkaðinum og fórum heim. Kíktum út að sundlauginni þegar heim var komið. Spánverjar hérna á hótelinu kasta sér út í þetta kalda vatn en þetta er of kalt fyrir okkur. Við Hjörtur Björn fáum báðir nýjar sundskýlur í dag og náum að vígja þær með því að setjast í barnalaugina og það er nú í það kaldasta fyrir okkur. Nú er búið að setja inn nýjar myndir hér á bloggið, myndir héðan frá Costa Ballena og af mér á golfvellinum (sería;)
Náum að tengja flakkarann við sjónvarpið í kvöld eftir að það kom viðgerðarmaður frá hótelinu.
Svo tekur mamma okkur feðga aftur í nudd í kvöld. Mér finnst andlitsnuddið best.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.