Heilsan að skána

3. april fimmtudagur 

Jæja nú er heilsan öll að koma til enda vika síðan ég veiktist. Vakna í morgunn ekki með neinar kommur og ég allur hressari. Sleppum morgunnmatnum hér í morgunn og ég sef út. Að sjálfsögðu sól og blíða úti og einn besti dagurinn til þessa. Ekki snjókoma eins og á Íslandi og engir vörubílstjórar í mótmælaaðgerðum. Það hefði heldur ekki skipt máli því við þurfum lítið að fara. Pabbi mætir eldsnemma í golfið en við höfum það gott og sofum út en förum svo á röltið um hádegisbilið. Löbbum sem leið liggur í supermarkaðinn hér í þessu hótelhverfi. 1-2 km i hann. Löbbum sama pöddustíginn og í gær en hér er fullt af þessum feitu stóru pöddum. Mér líkar illa við þær og labba með lokuð augun. Kaupum drykki, snakk og kex í búðinni og með það förum við niður á strönd þar sem við borðum og höfum það gott. Við kaupum líka svona boltabyssu í búðinni og ég leik mér við að kasta boltanum eins langt og ég get út í sjó og hann kemur alltaf aftur. Hjörtur Björn er smá stund að átta sig á sjónum síðan fer hann að elta öldurnar út og hlaupa til baka eins og ég.  Hann hleypur til baka um leið og hann heyrir sjóhljóðið og hleypur svo til baka eins og skrattinn sé á eftir honum. Förum upp á hótel um hálf þrjú hittum pabba og förum svo út í hótelgarðinn  og leggjumst í sólina við sundlaugina sem er ísköld. Hjörtur Björn sofnar og við mamma erum að skipuleggja vinahóp sem við þurfum að halda fljótt eftir að við komum heim.  Mamma fer svo aftur í nudd og SPA í dag. Hún elskar það og líður svo vel á eftir.  Fer ma. í dásamlegt hvíldarherbergi þar sem maður liggur á einskonar brettum sem eru í laginu eins og hægindastóll og þessi bretti eru síðan heit eins og hitapoki. Við feðgar förum á meðan í leikherbergið hér. Allt glænýtt og flott og HB fer á kostum þar. Svo er það maturinn og Hjörtur Björn óður eins og alltaf í þessum matsal.

Við pabbi förum svo aftur niður eftir matinn og spjöllum við fólkið heyrum um gengi þeirra á golfvellinum í dag og svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Tómas Hjartarson
Sigurður Tómas Hjartarson
Siggi Tommi er Hafnfirðingur heldur með Liverpool, æfir fótbolta með FH, golfari og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband