Spánn 2008 Costa Ballena

31. mars mánudagur 

Í dag sef ég út til kl 12:30 en þrátt fyrir það er hóstinn og kvefið ekki farið.

Þegar ég vakna eru mamma og pabbi búin að taka mest allt dótið saman og svo er bara farið upp í bíl og sagt bless við Costa del Sol. Keyrum í rúmlega 2 klst í mjög fjölbreyttu og fallegu umhverfi. Fyrst meðfram sjónum og svo upp í fjöllin og að lokum í gegnum grösugar sveitir þar sem kýr eru á beit og landslagið minnir minn á það þegar maður keyrir í gegnum Rangárvallasýsluna. Flestir eru að rækta eitthvað sem okkur grunar að sér einhver vinviður en það lýtur út eins og uppþornað og allir hafi gleymt að vökva.

Komum svo loks á áfangastað. Glænýtt og glæsilegt hótel sem var tekið í gagnið fyrir 3 vikum. Við fáum svokallaða Junior Suite þe. hótelherbergi með stofu þar sem eru 2 rúm fyrir okkur Hjört Björn. Allt mjög flott og risastórar svalir. Hrikalega næs. Förum í túr um hótelið á leiksvæðið sem er líka nýtt og flott og krakkasundlaugina sem við HB þurfum aðeins að prufa og endum á því að verða rennblautir og þurfum því að fara upp að skipta.  Í kvöld borðum við svo í matsalnum þar sem er hlaðborð og allskonar matur í boði. Þarna eru mest Íslendingar sem komu með sömu vél og við út og eru að fara heim á morgunn. Þetta lýtur allt saman glæsilega út leikjtækjasalur með þythokkí fótboltaspilum og billjardborðum. Ég hlakka síðan til að taka upp golfkylfurnar mínar með pabba. Sennilega kíkjum við á par 3 golfvöllinn á morgunn.  Fann þessa frábæru mynd á netinu sem tekin var á Liverpool-Everton leiknum í gælr Gerrard stekkur hér hátt upp.

Gerard stekkur 30 mars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hó

Gaman að heyra hvað þið hafið það gott - og vonandi ferð þú nú að verða góður af kvefinu Siggi Tommi. Ingi er lasinn heima núna með magapest.

Hafið það gott

Herdís og Ingi

Herdís og Ingi (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:20

2 identicon

Hæ! Gott að heyra hvað þú ert orðinn hress Siggi Tommi.  Áfram í golfinu!  Þetta gengur greinilega vel.  Við afi ætlum í dag í Bása, fyrsta skipti í ár sem sleginn er bolti.  Gaman að sjá hvað þið eruð sólbrún, ekki síst mamma þín!  Segðu pabba að fara úr bolnum svo handleggurinn verði allur brúnn, ha, ha, ha....... Knús til allra, hlakka til að sjá ykkur á þriðjudag, kveðja, amma

Hanna Hjartardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Tómas Hjartarson
Sigurður Tómas Hjartarson
Siggi Tommi er Hafnfirðingur heldur með Liverpool, æfir fótbolta með FH, golfari og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband