Færsluflokkur: Lífstíll

Vorið er komið og Liverpool keppir á morgunn í meistaradeildinni

21. april

Þá er kominn mánudagur og ein stutt vika að byrja þar sem að sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn. Ég er reyndar í frekar miklu sjokki þar sem ég heyrði í fréttinum áðan að Chelsea vildi kaupa Gerrard fyrirliða Liverpool. Pabbi telur nú að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur þessar fréttir séu bara í gangi til að æsa Liverpool menn fyrir leikinn sem er á morgunn. Ég veit bara ekki hvað ég myndi gera ef Gerrard myndi fara frá Liverpool þar sem hann er uppáhalds fótboltamaðurinn minn. En þetta verður spennandi leikur á morgunn ef Liverpool vinnur Chelsea núna og svo líka í seinni leiknum þá eru þeir komnir í úrslit í meistaradeildinni.  Það væri sko dásamlegt.


Ég átti annars mjög góða helgi. Á föstudag var auka afmæli hjá Kristjáni vini mínum. Fyrst fórum við í bíó á myndina Horton sem mér fannst æðislega skemmtileg. Eftir það fórum við að borða á Pizza Hut og svo heim til Kristjáns í kósy kvöld nammi og horft á meiri myndir og svo gisti ég hjá honum. Daginn eftir kom mamma að sækja okkur og þá fórum við Kristján ásamt Hirti Birni í myndatöku sem var fyrir eitt fyrirtæki. Það var mjög gaman og í lokin fengum við gjafir sápukúlu byssu og flugdreka. Um kvöldið fórum við að borða á American Style og svo frekar snemma að sofa þar sem von var á pabba frá Florida snemma á sunnudagsmorgunn. Hann vakti mig kl 7:30 og það var ekki slæmt þar sem ég fékk nýja golfkylfu svokallaðan "Hálfvita" sem ég hlakka mjög mikið til að spreyta mig með. Ég fékk líka nýja golfksó, peysu og rugby bolta. Ég fór svo á fótboltaæfingu sem búið er að flytja til kl. 10 Eftir fótboltaæfingu hjólaði ég út á fótboltavöll þar sem ég hitti Steinar og fór í fótbolta við hann. Ég gerði það líka í gær og það var einmitt í þessu góða veðri í gær sem við mamma tókum fram hjólið mitt. Spreyjuðum Vd 40 olíu á keðjuna og hjólið var klárt. Mig langar samt mjög mikið í nýtt hjól þetta er að verða of lítið og svo er það ekki með gírum.   Mamma segir við sjáum til hvað gerist á afmælisdaginn þinn en það er bara mánður þangað til ég á afmæli.  Á sunnudagskvöldinu vorum við svo boðin í lambalæri til ömmu Hönnu. Það var dásamlegt eins og allur matur er hjá ömmu. Mamma kom beint úr fermingarveislunni hennar Birgittu systur Inga vinar míns en hún fermdist á sunnudag og óska ég henni til hamingju með daginn. En ég held bara að vorið sé komið og ég geti verið í fótbolta allan daginn.


Höfundur

Sigurður Tómas Hjartarson
Sigurður Tómas Hjartarson
Siggi Tommi er Hafnfirðingur heldur með Liverpool, æfir fótbolta með FH, golfari og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband